Stjórn VG hefur ekkert gert fyrir þá verst stöddu!

Ríksstjórn Katrinar Jakobsdóttur hefur ekkert gert fyrir þá aldraða og öryrkja,sem verst eru staddir; þá,sem eingöngu hafa lífeyri frá almannatryggingum.Þessi hópur getur ekki farið út á vinnumarkaðinn og þess vegna hefur hann ekkert gagn af frítekjumarki vegna atvinnutekna.Sú ráðstöfun hentar aðeins heilsuhraustum eldri borgurum og öryrkjum.Það er mjög undarlegt,að  flokkur sem hefur talið sig róttækan vinstri flokk skuli ekki láta það hafa forgang að bæta kjör þeirra,sem einungis hafa strípaðan lífeyri.Það var raunar í stefnuskrá VG fyrir kosningar að gæta ætti þess að lífeyrir færi ekki niður að fátæktarmörkum en það hefur einmitt gerst.Lífeyrir eftir skatt er aðeins 204 þús kr á mánuði hjá þeim sem eru í hjónabandi og í   sambúð.Það er engin leið að lifa af þeirri upphæð.Það er krafa aldraðra og öryrkja,að þetta verði leiðrétt strax,ekki síðar.Þess verður að vænta,að verkalýðshreyfingin hækki einnig lægstu launin.Þau eru einnig það lág,að lyfta verður þeim upp.Þjóðfélag,sem býr við methagvöxt,þar sem öll eyðsla er yfirgengileg og útlit eins og allt flói í peningum á að gera vel við  sitt láglaunafólk og lægst launuðu aldraða og öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 26. janúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband