Hvers vegna hefur verið dregið í 22 mánuði að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja?

Guðmundur Ingi Kristinsson þingmaður Flokks fólksins gagnrýndi ríksstjórnina á degi fátæktar fyrir að ræða ekki um fátækt á þeim degi. Hann sagði,að ríkisstjórnin vildi ekki ræða um fátækt.Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mótmælti þessu hjá Guðmundi. Ég er sammmála Guðmundi.Ríkisstjórnin vill ekki ræða um fátækt í þjóðfélaginu og hún vill ekki ræða um lúsarlaun (lífeyri) aldraðra og öryrkja. Hún sópar öllum þessum vandamálum undir teppið.- Eða hvers vegna hefur það verið dregið í 22 mánuði að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja,þar af í 10 mánuði með stuðningi Katrínar og VG? Loforð var gefið haustið 2016 af Framsókn og íhaldi um að afnema þessa skerðingu. VG lýsti strax yfir stuðningi við afnámið.En af hverju hefur það verið dregið í 22 mánuði.Það er vegna þess,að Framsókn og íhald vildu þvinga öryrkja  til þess að samþykkja starfsgetumat sem gjald fyrir afnám skerðingarinnar.Það var m.ö.o reynt að þvinga öryrkja til hlíðni í málinu. Það er beitt kommúnistiskum aðferðum eins og beitt var í Austur-Evrópu.Það var beitt þvingun,kúgun og andlegu ofbeldi en öryrkjar létu ekki bugast.Vinstri græn hafa tekið upp þvingunaraðferðirnar gegn öryrkjum  frá því þeir komu í ríkisstjórnina.Þeir taka þátt í því með Framsókn og íhaldi að reyna að þvinga öryrkja (og Öbi) til hlíðni.Það þarf sterk bein til þess að standast slíkar starfsaðferðir.Lokafasinn til þess að brjóta Öbi niður er nú hafinn.Ég skora á öryrkja að láta stjórnvöld ekki brjóta sig niður.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 22. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband