3 DAGAR EFTIR

 
VEITIÐ AÐSTOÐ Í DAG.NOTIÐ HELGINA VEL!
 
Nú eru aðeins 3 dagar eftir af undirskriftasöfnuninni.Henni lýkur á máudagskvöld á miðnætti.Veitið foreldrum,ættingum og öðrum eldri borgurum og eldri öryrkjum aðstoð um helgina við að skrifa undir.Margir eldri borgarar eru með íslykil og rafræn skilríki án þess að vita af því.Hjá sumum er þetta þannig,að endurskoðandi eða einhver ættingi,sem sér um fjármálin er með rafræn skilríki til þess að komast inn í skattskýrslu viðkomandi eldri borgara eða öryrkja.Sumir eru með slík skilríki til þess að komast inn í þjóðskrá.Ef viðkomandi eldri borgari eða öryrki er með íslykil eða rafræn skilríki getur hann skrifað undið á hvaða tölvu sem er hjá öðrum eða í snjallsíma.Athugið þetta strax.Mörgum finnst þetta ótrúlega lítið mál þegar farið er rétt í það.Ef einhver veit ekki hvort hann er með íslykil eða rafræn skilríki má senda þjóðskrá fyrirtspurn um, það á mánudag og þjóðskrá svarar þá.Þetta er ekki eins flókið og margir halda.Þeir,sem hafa heimabanka geta fengið sendan íslykii á 10 mínútum.Munið að veita aðstoð.
Slóð til .þess að komast inn og skrifa undir er þessi:listar.island.is/Stydjum/23, Ef sækja á um íslykil er slóðin þessi: island.is/islykill.
ENGAN SKORT Á EFRI ÁRUM.Markmiðið er: Aldraðir eigi áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.- Munum ,að allir eldri borgarar og öryrkjar eiga rétt á góðu lífi.Þess vegna eigum við að styðja bætt kjör þeirra þó okkar kjör séu góð.
 
Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 6. október 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband