Ársafmæli aðgerðarleysis VG stjórnar

!
Nú líður að því að ríkisstjórn VG (Vinstri grænna) með íhaldi og Framsókn verði eins árs en það er þá ársafmæli aðgerðarleysis í málefnum þeirra,sem minna mega sín. VG telur sig vinstri flokk en það þýðir að bera hag verkafólks og þeirra sem minna mega sín fyrir brjósti.VG spratt upp úr Alþýðubandalaginu,sem var sósialistaflokkur og taldi sig verkalýðsflokk.Í dag er VG eingöngu flokkur menntamanna,sem hefur áhuga á umhverfismálum.
Fyrir alþingiskosningarnar fyrir rúmu ári lagði VG fram kosningaloforð um að hækka ætti lífeyri aldraðra og öryrkja.Þetta loforð hefur verið svikið.VG hefur ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu að eigin frumkvæði. Logi Einrsson formaður Samfylkingarinnar spurði formann VG um það snemma á kjörtímabilinu hvort ríkisstjórnin ætlaði að gera eitthva fyrr þá sem minnst mættu sín. Formaðurinn svaraði því,að vorið 2018 mundu málin skýrast og gaf til kynna að eitthvð yrðu þá gert. En vorið kom og ekkert var gert og hefur ekki verið gert enn. Það eina,sem ríkisstjórn VG hefur gert er að berja niður kauphækkunarkröfur verkalýðshreyfingariinnar með aðstoð Seðlabankans og hagfræðingsins Gylfa Zoega,sem sæti á í peningastefnunefnd Seðlabankans.
VG hefur hundsað kröfur lægst launuðu aldraðra og 0ryrkja um kjarabætur.VG hundsar kröfur verkalýðshreyfingarinnar um kjarabætur, VG hefur hundsað kröfur Öryrkjabandalagsins um afnám krónu móti krónu skerðingar 0ryrkja,sem staðið hefur í 22 1/2 mánuð og VG hefur ekkert gert til þess að útrýma fátækt barna á Íslandi,sem er blettur á íslensku samfélagi.
Það er sama hvar borið er niður.VG hefur algerlega brugðist láglaunafólki og lægst launuðu öldruðum og öryrkjum.Eina málið,sem VG hefur sýnt áhuga á eru umhverfismálin.Það er gott svo langt sem það nær. En í þeim málaflokki standa Íslendingar mjög illa. Upplýst var fyrir nokkrum dögum,að Ísland mengaði meira en nokkur önnur Evrópuþjóð. Ísland skrifaði undir Parísarsáttmálann en gerði síðan ekkert í því að framkvæma hann!
Kjaradeilan harðnar nú dag frá degi.Ekki er í augsýn nein friðsamleg lausn.Atvinnurekendur telja kaupkröfur verkafólks alltof háar.Þær eru svipaðar og kröfur þær,sem verkalýðshreyfingin setti fram 2015; fyrsti áfangi 2015 var meira að segja hærri þá en nú á að vera eða 14,5% í mai 2015 en nú á kaupgjald að hækka um 14% í fyrsta áfanga,þ,e. um næstu áramót og síðan á að framkvæma kröfuna um 425 þús kr. laun á 3 árum.Þegar yfirstéttin fékk sin ofurlaun var ekki verið að dreifa hækkuninni á mörg ár,nei þá voru launin hækkuð í einum áfanga upp úr öllu valdi ( en margir í yfirstéttinni fengu hins vegar afturvirkar launahækkanir upp í 18 mánuði og upp í 48% hækkun) Laun þingmanna voru hækkuð um rúm, 70% og laun ráðherra um 64%. Þetta var kolólöglegt,þar eð kjararáð átti að taka tillit til launaþróunar.Það gerði það ekki. Alþingi hafði hins vegar ekkii manndóm í sér til þess að afturkalla þessar ofurlaunahækkanir.-Það er kaldhæðni,að Seðlabankinn hefur nú með vaxtahækkun stórlega spillt fyrir því,að unnt verði að gera átak í húsnæðismálum,þar hækkun vaxta mun gera húsnæði dýrara og hækka lánin en átak í húsnæðismálum hefði hugsanega geta komið að hluta til í stað launahækkunar.Seðlabankanum var svo brátt í brók að reyna að hræða verkalýðshreyfinguna frá átökum á vinnumarkaði og miklum launahækkunum,að bankinn gleymdi því,að átak i húsnæðismálum er ein helsta krafa verkalýðshreyfingarinnar.
Vaxtahækkun Seðlabankans hefur mælst mjög illa fyrir hjá verkalýðshreyfingunni og raunar einnig hjá atvinnurekendum.Þessi vaxtahækkun getur því hæglega haft öfug áhrif.
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 11. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband