Reynt að kúga öryrkja til þess að samþykkja starfsgetumat!

Ríkisstjórn KJ reynir nú stöðugt að kúga öryrkja til þess að samþykkja starfsgetumat í stað læknisfræðilegs örorkumts..Öryrkjum er sagt,að krónu móti krónu skerðing hjá þeim verði ekki afnumin fyrr en öryrkjar samþykki starfsgetumat.Haustið 2016 var öryrkjum lofað afnámi krónu mótu krónu skerðingar eins og öldruðum.Staðið var við þetta gagnvart öldruðum en svikið á síðustu stundu gagnvart 0ryrkjum,.þar eð þeir voru ekki tilbúnir að samþykkja starfsgetumat.En sagt var við öryrkja ,að afnán krónu móti krónu skerðingar yrði framkvæmt mjög fljótlega. Það var svikið og þau svik hafa staðið í tæpa 23 mánuði og þar á meðal i tæoa 12 mánuði á ábyrgð stjórnar KJ.Þessi þvingunar- og kúgunarvinnubrögð gagnvart öryrkjum eru fáheyrð og helst í ætt við vinnubrögð sem tíðkuðust í Austur-Evrópu kommunismans.-Undanfarið hefur ríkisstjórnin verið að tala um að gera eigi einhverja kerfisbreytingu í þágu öryrkja.En það er blekking.Það á ekki að gera neina kerfisbreytingu.Afnám krónu móti krónu skerðingar gagnvart öryrkjum er jafn einföld aðgerð gagnvart 0ryrkjum eins og hún var gagnvart öldruðum.I stuttu máli snýst þetta einfaldlega um það að hætta að skerða framfærsluuppbót vegna viðbótartekna.Í tilviki aldraðra gerðist þetta þannig,að framfærsluuppbótin var felld inn í lífeyrinn ( tekjutrygginguna) og skerðingin felld niður. Þetta var ekki kallað kerfisbreytng hjá öldruðum og er það ekki fremur hjá öryrkjum enda verður breytingin framkvæmd nákvæmlega eins hjá þeim.En hvers vegna er ríkisstjórnin þá alltad að tönnlast á einhverri kerfisbreytingu.Ég hef grun um að það sé vegna þess að ríkisstjórnin þori ekki að minnst á starfsgetumt,a.m.k ekki á meðan kúgunin gagnvart öryrkjum hefur ekki skilað árangri! Þetta er m.ö.o: Blekking og kúgun af hálfu ríkisstjórnarinnar. Og hvað hafa þessi vinnubrögð skaðað öryrkja mikið á þeim tæpu 23 mánuðum sem liðnir eru frá því þeim var lofað afnámi krónu móti krónu skerðingar.Ég sá nefnda tölu yfir 2o milljarða.Ætlar rikisstjórnin að greiða öryrkjum þá upobæð.Krafan er einföld: Afnema á krónu móti krónu skerðingu gagnvart öyrkjum strax í þessari viku og án skilyrða. Engar blekkingar.Enga kúgun!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. nóvember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband