Ætlar stjórn Katrínar að losa sig við þingið?

Stjórnarflokkarnir ræða nú um veggjöld eins og alþingi sé búið að samþykkja þau en fyrir síðustu kosningar var Sigurður Ingi núverandi samgönguráðherra andvígur veggjöldum og VG lét ekki í ljós neinn áhuga á veggjöldum.Svo virðist sem Jón Gunnarsson fyrrum samgönguráðherra hafi snúið Sigurði Inga í málinu,þar eð Sigurður Ingi ólmast nú í baráttu fyrir veggjöldum  en gleymir því að þingið hefur ekki samþykkt nein veggjöld.Svo gerast þau tíðindi,að ríkisstjórnin ræðir að taka beri stórt lán fyrir vegaframkvæmdum og það lán verði greitt síðar með veggjöldum.Greinilega halda stjórnarherrarnir,að frekar sé unnt að smeygja veggjöldum inn á þjóðina með þessari aðferð heldur en með því að leggja strax á veggjöld.Þetta er greinilega "útspekuleruð" aðferð til þess að koma veggjöldum í gegn þó þjóðin sé á móti þeim!

 Bíleigendur eru búnir að greiða í bensíngjöldum og öðrum gjöldum,sem lögð eru á bíla, nær alla þá upphæð, sem vegaframkvæmdirnar kosta.Samt á enn að höggva í sama knérunn og rukka bíleigendur um stórar upphæðir í veggjöldum.Ég tel það ekki koma til greina.  Bíleigendur eru búnir að greiða sitt framlag í vegaframkvæmdir og því er rétt að ríkið skili þeirri upphæð áður en það rukkar meira.Og starfsaðsferðir stjórnarflokkanna eru fyrir neðan allar hellur. Það er engu líkara en flokkarnir ætli að losa sig við þíngið.

Björgvin Guðmundsson


Lífeyri haldið niðri frá 2013

 

Sjálfstæðisflokkur og Framsókn hafa lengst af farið með völd í landinu frá 2013.Hluta úr árinu 2017 leysti Viðreisn og Björt framtíð Framsókn af ( í 8 mánuði) og 30.nóv. 2017 kom "Róttæki sósialistaflokkurinn inn í stjórnina sem viðbótarhækja með íhaldinu en stjórnarstefnan breyttist ekkert við það! Allan þennan tíma hefur lífeyri aldraðra og öryrkja verið haldið niðri þó laun hafi hækkað mikið t.d. árið 2015,þegar miklar almennar launahækkanir áttu sér stað,15-40% hækkanir en lífeyrir hækkaði þá aðeins um 3%! Þetta var brot á lögum,þar eð samkvæmt lögum á lífeyrir að hækka í samræmi við hækkun launa.Allan þennan tíma frá 2013 hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og lífeyri haldið við fátæktarmörk og engu skeytt þó lífeyrir hafi ekki dugað til framfærslu og lyf,læknishjálp og stundum matur orðið útundan.Þetta er lögbrot og mannréttindabrot; núverandi stjórn heldur uppteknum hætti,níðist á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum,hækkar lífeyri ekkert og ætlar að hækka lífeyri næsta ár minna en nemur verðbólgu,þ.e. um enga raunhækkun.Áfram er níðst á öryrkjum og svikist um að afnemaa krónu móti krónu skerðingu en þau svik hafa nú staðið í 24 mánuði.

Björgvin Guðmundsson


Alvarlegri framúrkeyrsla hjá ríki en borg!

Landsmálafélagið Vörður hefur sofið svefninum langa undanfarið og ekki heyrst neitt í félaginu þó landsfeðurnir hafi brotið mikið af sér.En félagið vaknaði allt í einu af værum blundi til þess að ráðast á Dag B.Eggertsson borgarstjóra,sem nýlega hefur unnið sigur í kosningum.Það er ný lína hjá Sjálfstæðisflokknum í borgarstjórn með aðstoð Miðflokksins (Klausturflokksins) að una ekki úrslitum kosninga heldur að reyna með ruddalegum áróðri að ná þeim árangri sem ekki náðist í kosningum! Þannig hefur Sjálfstæðisflokkurinn með aðstoð Klausturflokksins (Miðflokksins) hamast á Degi B.Eggertssyni,borgarstjóra út af einhverju braggamáli en endurbygging braggans fór fram úr áætlun.Upplýst hefur verið að tveimur embættismönnum borgarinnar urðu á mistök í þessu braggamáli og þá vilja Sjálfstæðisflokkur og Klausturflokkurinn að Dagur segi af sér. Það er hlægilegt.Fram hefur komið að Dagur vissi varla af þessu braggamáli.Ég var í 20 ár aðal- og varafulltrúi í borgarstjórn og aldrei hvarflaði að okkur í minnihlutanum að krefjast afsagnar borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins þó einhverjum embættismönnum yrðu á mistök.Þessi krafa er hlægileg og fráleit þar eð Dagur er mjög vandaður maður og einstakt prúðmenni.Sjálfstæðisflokkurinn hefur látið Vigdísi Hauksdóttur úr Klausturflokknum (Miðflokknum) leiða sig á villigötur.Nær væri að Vigdís og Sjálfstæðismenn í borgarstjórn mundu krefjast þess að hiniir seku þingmenn af Klaustrinu segðu af sér.- Framúrkeyrsla er miklu alvarlegri hjá ríkinu en borginni.T.d. hafa Vaðlaheiðargöng farið hátt í 10 milljörðum fram úr áætlun og eru komin í 17 milljarða; það eru ekki smáaurar eins og í braggamálinu. Nýr Landsspítali er einnig kominn nú þegar tugi milljarða fram úr áætlun.Þar er verkefni fyrir Vörð og sjálfstæðismenn í borgarstjórn ef þeir vilja taka alvarleg mál fyrir.Vörður gæti einnig gert ályktun um leiðtoga sinn,BB,sem stakk skýrslu um skattaskjólin undir stól og lét stöðva umfjöllun Stundarinnar um óheppileg viðskipti hans í Glitni banka.Þau mál kalla fremur á afsögn leiðtogans en braggamálið á afsögn borgarstjóra.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband