Bréf til Ómars Sigurðssonar!

 

 Árið 2008 lagði Jóhanna Sigurðardóttir,þá félagsmálaráðherra,til í samráði við Alþýðusamband Íslands og aðra aðila vinnumarkaðarins,að tekin yrði upp afkomutrygging eða lágmarksframfærsluviðmið fyrir öryrkja.Þetta náði fram að ganga og var talin góð kjarabót og framför fyrir öryrkja.Ég vil því spyrja þig um eftirfarandi og óska eftir heiðarlegu svari:Varstu fylgjandi þessari breytingu,þ.e. að tekið væri upp lágmarksframfærsluviðmið fyrir öryrkja? Telurðu,að þetta hafi verið rétt skref og verið til hagsbóta fyrir öryrkja? Með heiðarlegu svari á ég við að þú svarir spurningum mínum án útúrsnúninga.Það eina sem ég fer fram á er,að þú svarir því hvort þú hafir verið fylgjandi þessari breytingu 2008 og/eða teljir í dag,að breytingin hafi verið rétt 2008 og til hagsbóta fyrir öryrkja.
Varðandi krónu móti krónu skerðingu: Ég hef gagnrýnt skerðinguna og svik Framsóknar,íhalds og síðar VG við að afnema skerðinguna.Fáir hafa gagnrýnt þessa skerðingu meira en ég; hef gert það í blaðagreinum og hér á Facebook.Ég hef ekki séð mikla gagnrýni frá þér á þessa skerðingu.Kannski hefur hún farið framhjá mér!
 
Björgvin Guðmundsson

Er 235 þús kr eftir skatt á mán of mikið fyrir verkafólk?

Hvernig stendur á því,að "Róttæki sósialistaflokkurinn" sem leiðir ríkisstjórnina skuli leggjast gegn því,að lágmarkslaun verkafólks skuli leiðrétt,þegar allir þingmenn flokksins hafa fengið himinháar launahækkanir,70% hækkun frá ársbyrjun 2015; hækkun upp á 455 þúsund á mánuði og launin komin í 1,1 milljón fyrir skatt.Auk þess hafa þingmenn alls konar aukagreiðslur,akstursstyrki,ferðastyrki,skrifstofustyrki,háa dagpeninga í utanferðum o.s.frv. Verkafólk hefur engar aukagreiðslur. Lágmarkslaun verkamanna eru nú 235 þús kr eftir skatt.Það eru launin sem formaður "róttæka sósialistaflokksins" veit ekki hvort er svigrúm til þess að hækka!Einhvern tímann hefði flokkur hennar ekki verið í vafa um að það þyrfti að hækka þessi lúsarlaun.Sósialistaflokkurinn og Alþýðubandalagið,sem flokkur KJ er sprottinn úr hefðu ekki verið í vandræðum með að ákveða hvort hækka þyrfti lúsarlaunin.En það eru breyttir tímar. Nú er mikilvægara að halda ráðherrastólum en að bæta kjör lægst launuðu verkamanna,og lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Allir þessir aðilar eru "gleymdir".

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 29. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband