Stjórnmálin brugðust 2018; Alþingi brást!

 
Í dag er næst síðasti dagur ársins.Í stefnuskrá VG fyrir alþingiskosningarnar 2017 sagði,að hækka ætti lífeyri aldraðra.Í samræmi við það hefði ég búist við að þegar VG hafði sest í ríkisstjórn og fengið forsætisráðherrann yrði það fyrsta verk stjórnarinnar að hækka lífeyri aldraðra strax í desember 2017.En nei svo varð ekki.En það sem verra er: Stjórn VG hefur ekki hækkað lífeyri aldraðra um eins krónu að eigin frumkvæði allan þann tíma,sem flokkurinn hefur verið við völd,í rúmt eitt ár.Allt árið,sem verður á enda á morgun,hefur VG ekki hækkað lífeyri aldraðra né lífeyri öryrkja neitt að eigin frumkvæði.Loforðið um að hækka lífeyri hefur verið rækilega svikið."Róttæki sósailistaflokkurinn" með rætur í tveimur verkalýðsflokkum reyndist nákvæmlega eins og íhaldsflokkarnir tveir,sem hann settist í stjórn með,íhald og framsókn.VG reyndist jafnvel verri en íhaldsflokkarnir tveir.Allt ´árið hefur verið níðst á öldruðum og öryrkjum í kjaramálum og það á að halda því áfram 2019. Árið,sem er að kveðja er ár vonbrigða fyrir íslensk stjórnmál.Stjórnmálin hafa brugðist,flokkarnir hafa brugðist,alþingi hefur brugðist. Bruðl og spilling á alþingi er yfirgengileg.Klausturmálið afhjúpar síðan,að innræti margra þingmanna er slíkt,að þeir eiga ekkert erindi inn á alþingi.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 30. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband