Ekkert að marka tal um samstarf þvert á flokka og um aukin völd þingsins!

Ég las áramótagrein formanns "Róttæka sósialistaflokksins",sem veitir stjórninni forstöðu í trausti þess,að ég mundi sjá hvað þessi "róttæki" flokkur ætlaði að gera til þess að bæta hag þeirra verst stöddu í samfélaginu.En ég fann ekkert.Það var ekkert að finna.Í staðinn sá ég alls konar beinar og óbeinar afsakanir fyrir því að vinna með "höfuðandstæðingnum" Sjálfstæðisflokknum. Ég sá eftirfarandi:"Sjaldan hefur það (Því) verið mikilvægara að sýna fram á að það er hægt að taka tillit til ólíkra sjónarmiða,miðla málum og vinna samhent að sameiginlegum markmiðum,þvert á flokka,samfélaginu öllu til heilla". Þetta er ágætur rökstuðningur fyrir því að vinna með Sjálfstæðisflokknum.Og um leið er það rökstuðningur fyrir því að gera ekkert til þess að bæta hag launamanna og lífeyrisþega.Sjálfstæðisflokkurinn hefur ekki áhuga á því.En flokkurinn villdi lækka veiðigjöldin um 4 milljarða og það var keyrt gegnum þingið á methraða.
Allt blaðrið um aukin völd þingsins og aukið samráð við stjórnarandstöðuna er bull. Stjórnarflokkarnir meina ekkert með- þessu tali,forustuflokkurinn meinar ekkert með því.Það er gert þveröfugt.Tilvitnunin hér að ofan um nauðsyn þess að vinna þvert á flokka og að taka tillit til ólíkra sjónarmiða er innantómt blaður sem engin meining er á bak við. -Sigmundur Davíð hitti naglann á höfuðið þegar hann sagði í kryddsíldinni,að ólíkir flokkar yst frá hægri til vinstri hefðu myndað stjórn um að gera ekki neitt!.
 
Björgvin Guðmundsson

 


Er málfrelsi á Íslandi?

Í stjórnarsáttmálanum segir,að efla eigi Alþingi og auka samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu.Ekkert hefur verið gert í þessu efni nema síður sé.Reynsla stjórnarandstöðunnar er sú,að frekar hafi verið farið í öfuga átt í þessu efni.Í Kryddsíld í dag skýrði Logi Einarsson formaður Samfylkingar frá því,að tillaga Samfylkingar um að auka fjárveitingar til heilbrigðisstofnana úti á landi hefði verið felld.En nokkru síðar og eftir að þingið hafði lokið störfum tilkynnti heilbrigðisráðherra að hann hefði ákveðið að láta heilbrigðisstofnanir úti á landi fá rúmlega 500 millj kr viðbótarfjárveitingu; ráðherra fór framhjá þinginu með tilmálið!Alþingi fer með fjárveitingavaldið. Ekki var það til þess að efla Alþingi eða auka veg þess.Og ekki var það til þess að auka samstarf við stjórnarandstöðuna að hundsa bæði þing og stjórnarandstöðuflokk í málinu- Talsmaður þess að auka veg þingsins,KJ,snéri út úr málinu í Kryddsíld og sagði,að Samfylkingin ætti að gleðjast yfir aukinni fjárveitingu til heilbrigðisstofnana úti á landi!-Áhuginn á að bæta samstarf stjórnar og stjórnarandstöðu er ekki meiri en svo,að fjármálaráðherra hældi sér af því að hafa fellt allar tillögur stjórnarandstöðunnar við fjárlögin á alþingi.

Í Kryddsíld í dag sagði Katrín Jakobsdóttir að á Íslandi mættu menn tala ( það væri málfrelsi) En er það svo.Ég hef áður sagt frá því,að ritfrelsi var heft þegar undirskriftasöfnun til hagsbóta fyrir aldraða var undirbúin. Og Facebook stöðvar hvað eftir annað   gagnrýni á ríkisstjórnina,sem skrifuð er á Facebook.Það er því alls ekki fullt málfrelsi á Íslandi.

  Björgvin Guðmundsson 

 

 


Hafa skipt um hlutverk: Styrmir óánægður með misskiptingu í þjóðfélaginu en Ka trín ekki!!

 

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Styrmir Gunnarsson fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins voru gestir Kristjáns Kristjánsssonar á Sprengisandi á Bylgjunni í gærmorgun.Það,sem mér fannst athyglisvert  við málflutning gestanna var það,að Styrmir Gunnarsson sagði,að það væri mikil undiralda í þjóðfélaginu í dag og sterk tilfinning fyrir því,að misskipting í þjóðfélaginu væri að stóraukast en Katrín gaf til  kynn,að allt væri í góðu lagi í þjóðfélaginu.Þannig höfðu orðið greinileg hlutverkaskipti.Gamla kempan,sem stjórnaði Mbl og var einn af framámönnum Sjálfstæðisflokksins predikaði að draga þyrfti úr misskiptingu í þjóðfélaginu og sagði ,að hún mætti ekki vera of mikil en Katrín boðaði óbreytt ástand,taldi allt í góðu lagi.Þetta er  dæmigert fyrir ástandið í stjórnmálunum í dag.“Vinstri flokkur“ sprottinn upp úr tveimur verkalýðsflokkum er orðinn boðberi íhaldssjónarmiða og berst gegn launahækkun láglaunafólks og gegn hækkun lífeyris lægst launuðu aldraðra og öryrkja en gömul íhaldskempa af Morgunblaðinu varar við misskiptingu í þjóðfélaginu og heldur fram róttækum sjónarmiðum. 

Styrmir sagi,að VG hefði ekki náið samstarf við verkalýðshreyfinguna í dag eins og verkalýðsflokkarnir hefðu átt hér áður.Styrmir sagðist hafa kynnst nokkrum verkalýðsleiðtogum vel hér áður,eins og Birni Jónssyni og Hannibal Valdimarssyni.Hann hefði komist að því að þessir menn hefðu verið einlægir verkalýðssinnar,sem hefðu verið að vinna gegn fátækt.Og hvað er athugavert við það,spurði Styrmir.“Við erum allir komnir af fátæku fólki“.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 31. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband