Ásmundur var að keyra í 85 vinnudaga sl.ár ( 8 st.á dag).Þingið starfaði í 66 daga!

 

Rætt var um aksturskostnað og endurgreiðslur Ásmundar Friðrikssonar alþingismanns í laugardagsþætti RÚV,Vikulokunum.Meðal fjölmiðlamanna,sem þar komu fram, var Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum en Kjarninn hefur fjallað um þetta mál.Í Kjarnanum segir m.a.:

Á árinu 2017 voru 66 þingfundardagar á Alþingi. Auk þess voru alls 14 dagar teknir frá undir nefndarfundi. Líklega hafa þingmenn sjaldan, eða aldrei, þurft að mæta jafn lítið í vinnuna og þeir gerðu á árinu 2017. Ástæðan er augljós: Stjórnarmyndunarviðræður, stjórnarslit og kosningar. Og svo auðvitað sú staðreynd, að þingið fer í langt páskafrí, langt jólafrí og ótrúlega langt sumarfrí.

Samt tókst einum þingmanni, Ásmundi Friðrikssyni, að keyra 47.644 kílómetra vegna starfs síns sem alþingismaður á árinu. Ásmundur skráði þá keyrslu niður og fékk kostnað vegna hennar endurgreiddan frá ríkinu. Sú endurgreiðsla nemur 4,6 milljónum króna, eða um 385 þúsund krónum á mánuði. Keyrsla Ásmundar er í sérflokki á meðal þingmanna, enda er hún á við það að hann hafi keyrt hringinn í kringum landið tæplega 36 sinnum.

Ef einhver ætlaði að keyra þessa vegalengd án þess að stöðva þá tæki það viðkomandi 22 sólarhringa að gera það, ef keyrt væri á hámarkshraða á þjóðvegi, eða 90 km/klst. Ef keyrt væri á 50 km/klst. hraða tæki það viðkomandi 33 sólarhringa. Án þess að sofa. 

Ef millivegurinn er farinn, og miðað er við, að viðkomandi keyri átta klukkustundir á dag, sem er hefðbundinn vinnudagur, þá tekur það hann 85 átta tíma vinnudaga að keyra þessa vegalengd á 70 km/klst. hraða.

Ásmundur býr á Suðurnesjum og keyrir til vinnu. Frá heimabæ hans, Garði, og til Reykjavíkur, er um 57,5 kílómetra leið. Það má því ætla að Ásmundur hafi keyrt 9.200km.til og frá vinnu miðað við þá þingfundi og nefndarfundi sem haldnir voru í fyrra. Það er tæplega 20 prósent af þeim kílómetrafjölda sem hann fékk endurgreitt fyrir að keyra.

Ásmundur segir að kjördæmi hans sé 700 kílómetra langt og að hann væri að sinna erindum í því flestar helgar. Í því fælist að fara út á meðal fólks, mæta á allskonar uppákomur og svo séu sumrin upptekin af „allskonar bæjarhátíðum.“ Þá hafi tíðar kosningar á undanförnum árum kallað á aukin ferðalög.

Lítið gegnsæi
Þingmenn fá rúmlega 1,1 milljón króna í laun á mánuði auk þess sem margir þeirra fá ýmsar viðbótarsporslur vegna formennsku eða varaformennsku í fastanefndum. Þar er um að ræða 5-15 prósent álag ofan á þingfararkaup. Þingmenn landsbyggðarkjördæma fá síðan 134.041 krónur í húsnæðis- og dvalarkostnað,ef viðkomandi heldur ekki annað heimili á höfuðborgarsvæðinu. Allir þingmenn fá greiddar 30 þúsund krónur á mánuði í fastan ferðakostnað og 40 þúsund krónur í svokallaðan starfskostnað.

Þingmaður eins og Ásmundur, sem býr á Suðurnesjunum og er annar varaformaður í einni nefnd, ætti samkvæmt þessu að fá 1.360 þúsund krónur á mánuði í heildarlaun. Þegar við bætast 385 þúsund krónur vegna aksturskostnaðar eru heildarlaunin um 1.745 þúsund krónur á mánuði.

Til samanburðar má nefna að lágmarkslaun á Íslandi eru 280 þúsund krónur á mánuði.

Þórður og þeir blaðamenn sem voru í Vikulokunum gagnýndu miklar aksturgreiðslur en þeir gagnrýndu mest þá leyndarhyggju,sem ríkir um þessar greiðslur og töldu,að allt ætti að vera uppi á borðinu.Ég er sammála því. 


Bloggfærslur 10. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband