Af hverju afnemur ríkisstjórnin ekki krónu móti krónu skerðinguna hjá öryrkjum?

 

Í tengslum við lögfestingu almannatryggingalaga í árslok 2016 var ákveðið að afnema krónu móti krónu skerðingu hjá ellilífeyrisfólki.Til stóð að hið sama mundi gilda fyrir öryrkja og hafði því verið lofað.En það var svikið.Og hvers vegna ? Jú vegna þess,að Öryrkjabandlagið treysti sér ekki til þess að samþykkja starfsgetufrumvarp þáverandi ríkisstjórnar.Enn neita stjórnvöld að afnema krónu móti krónu skerðinguna gagnvart öryrkjum.Ríkisstjórn Katrínar tekur upp sömu vinnubrögð og ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Stjórn Katrínar beitir sömu þvingunaraðgerðunum gegn öryrkjum og fyrri stjórn gerði: Ef þið samþykkið starfsgetumat verður krónu móti krónu skerðingin afnumin. Það er boðskapur stjórnar undir forustu "róttæka sósialistaflokksins". Þetta sagði nýr   formaður Öbi  skömmu eftir að hún tók við að vísu með öðrum orðum.Hún sagði,að ríkisstjórnin vildi láta öryrkja fá kjarabætur sem skiptimynt gegn því að þeir samþykktu starfsgetumat.Þetta er nákvæmlega sama ástand og var í Sovetríkjum kommúnismans.Og þar var það svo,að þvingunum var beitt og það leiddi til þess að fólk þorði ekki að tjá sig um málin!

 

 Mælt var fyrir frumvarpi um að afnema „krónu-á-móti-krónu“ skerðingar á Alþingifyrir nokkru.. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis fer fyrir málinu. „Með frumvarpinu er lagt til að sérstök uppbót til framfærslu verði felld úr gildi og fjárhæð hennar færð undir ákvæði um tekjutryggingu,“ sagði Halldóra þegar hún mælti fyrir frumvarpinu.

Hún bætti því við að þar með „yrði stuðlað að minni skerðingu fyrir lífeyrisþega þar sem sérstaka uppbótin skerðist um 100% vegna allra tekna sem lífeyrisþegi kann að fá en slík skerðing hefur í daglegu tali verið nefndar „krónu á móti krónu“ skerðing. Það gerir það að verkum að fyrir ákveðna upphæð tekna skerðast lífeyrisgreiðslur að sama marki og verða því tekjur lífeyrisþega óbreyttar þrátt fyrir atvinnuþátttöku hans. Það að ein gerð tekna eyði annarri gerð að öllu leyti hefur mjög letjandi áhrif á atvinnuþátttöku lífeyrisþega.“.

Halldóra Mogensen benti á að sams konar skerðing hefði áður verið við lýði hjá ellilífeyrisþegum. Hún hafi hins vegar verið afnumin með lögum árið 2016. „Að gera slíkt hið sama fyrir örorkulífeyrisþega er réttlætismál,segir hún. 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 20. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband