Litlar kjarabætur til verkafólks þýða litlar kjarabætur til aldraðra

 

 



Skiptir það einhverju máli fyrir aldraða og öryrkja hvað verkafólk fær í kjarabætur? Skiptir það okkur máli hvað verkalýðshreyfingin semur um; hvort samningum er sagt upp eða ekki? Já það skiptir höfuðmáli.Ef verkalýðhreyfingin fær verulegar kjarabætur fá aldraðir og öryrkjar verulegar kjarabætur.Ef ríkisstjórninni og SA tekst að halda launum niðri verður lífeyri aldraðra og öryrkja einnig haldið niðri,svo einfalt er það.

Hvers vegna hefur ríkisstjórnin ekki hækkað lífeyri um eina krónu þó þeir lægst launuðu geti ekki lifað af lífeyrinum? Það er vegna þess,að stjórnin hefur verið að bíða eftir því hvort það tækist að halda launum niðri; og ef það tekst verður lífeyri haldið niðri.Það er stefna VG og Sjálfstæðisflokksins ( kemur fram í stjórnarsáttmála og stefnu VG)

Það eru tvær ástæður fyrir því að ég tel áríðandi að hækka lægstu laun verulega: 1) vegna þess,að verkafólk getur ekki lifað af lágmarkslaunum; þau eru svipuð og lægsti lífeyrir 2) vegna þess að VG hnýtir lífeyri við lágmarkslaun.Lífeyrir hækkar ekki,ef lágmarkslaun hækka ekki.

Á meðan þessi stefna gildir er ljóst,að hagsmunir aldraðra og láglaunafólks fara saman.Það er tímabært að lyfta lægstu launum og lægsta lífeyri verulega. Annað er óásættanlegt.Laun toppanna í þjóðfélaginu hækka upp úr öllu valdi og hið sama er að semja um stjórnmálastéttina, laun hennar hækka upp úr öllu valdi.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmuundsson.net

 

 

 


Bloggfærslur 28. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband