Skipum bara starfshóp!

Mörgum finnst ríkisstjórnin aðgerðarlítil.Hún gerir ekkert. En hún talar mikið.Og eitt er hún dugleg við að gera: Hún er dugleg við að skipa starfshópa! En hvers vegna er alltaf verið að skipa starfshópa? Hvers vegna felur ráðherra ekki starfsmönnum sínum í ráðuneytinu að undirbúa framkvæmdir? Nógu margir eru starfsmennirnir.Jafnvel mál sem eru í stjórnarsáttmálanum og eru ákveðin eru sett í starfshóp og látin veltast þar mánuðum saman.Hver er ástæðan? Ég tel,að þær séu nokkrar. Í fyrsta lagi framkvæmdafælni.Ráðherrarnir treysta sér ekki í framkvæmdir strax. Þeir vilja tefja málin í starfshóp á þeim forsendum að athuga þurfi þau betur þó þau séu fullathuguð.Í öðru lagi er verið að tregðast við í vissum málum að láta fjármagn í málin. Bjarni Ben stendur á bremsunni í mörgum málum og vill ekki láta fjármagn í þau; segir að bíða verði eftir fjármálaáætlun næsta vor.Þetta er fyrirsláttur.Hann er að reyna að koma í veg fyrir fjárveitingar til vissra mála svo sem til aldraðra og öryrkja og skýtur sér á bak við það að sjá þurfti hverng kjarasamningar fara og fjármálaáætlun verður.VG og Framsókn láta Sjálfstæðisflokkinn ráða; hafa engan sjálfstæðan vilja,láta sér duga að fá að vera í ríkisstjórninni!Lítil eru geð guma.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 6. febrúar 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband