Dregið í 14 1/2 mánuð að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja hjá TR.Ekki afnumin enn!

Það hefur nú verið dregið í 14 1/2 mánuð að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja í kerfi almannatrygginga.Þessi skerðing var afnumin hjá öldruðum um áramótin 2016/2017.Það var búið að lofa því að hið sama mundi gilda fyrir öryrkja.Þeim hafði verið lofað að þessi skerðing yrði afnumin hjá þeim einnig um þessi sömu áramót. Það var svikið.Síðan var því lofað,að þetta yrði leiðrétt fljótlega á nýju ári.Það var einnig svikið.Allir stjórnmálaflokkar lofuðu að þessi skerðing hjá öryrkjum yrði afnumin.Allir,sem hafa verið í ríkisstjórn hafa svikið þetta: Auk Framsóknar og íhalds hafa Vinstri grænir svikið þetta og Björt framtíð og Viðreisn.Stjórnmálamenn í þessum flokkum virðast telja í lagi að níðast á öryrkjum! 
Hvað þýðir þetta í framkvæmd? Hvernig kemur þetta við öryrkja? Það kemur við öryrkja á þessa leið: Ef öryrki fer út vinnumarkaðinn og vinnur sér inn nokkrar krónur til þess að lifa af,þar eð ekki dugar lífeyrinn,þá er ákvæmlega sama upphæð dregin af lífeyri öryrkjans hjá TR og nemur vinnutekjunum.Þetta er lýgilegt en staðreynd. Það þýðir ekkert fyrir öryrkja að fara út á vinnumarkaðinn til þess að vinna sér inn einhverjar tekjur,ef til vill af veikum mætti,þar eð ríkið (TR) hrifsar jafnmikla upphæð af lífeyri öryrkja.Þannig virkar krónu móti krónu skerðingin.Þetta er hrein kjaraskerðing.Það er verið að skerða lífeyri öryrkja í hvert sinn sem þeir hafa aukatekjur og ekki aðeins vegna atvinnutekna heldur vegna annarra tekna einnig.Þetta er ekki gert hjá öldruðum.Aðeins hjá öryrkjum.Þetta er "klárlega" lögbrot,brot á jafnræðisreglunni.Og þetta er örugglega mannréttindabrot! En hvað varðar ráðherrana um það? Þeir eru vanir að brjóta lög og stjórnarskrá. Og það sem verra er: Þingmenn sitja allir hálfsofandi á þingi og gera ekkert í svona alvarlegu máli.Það er verið að fremja kjaraskerðingu á öryrkjum á hverjum degi en þingmenn hreyfa ekki legg né lið,þeir láta þetta yfir sig ganga.Þeir rísa ekki upp allir sem einn og leiðrétta þennan ósóma.Þeir geta ,gert það,ef þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu taka höndum saman.Ef þeir gerðu það væri mannsbragur að þinginu.

 

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 
 
 

Bloggfærslur 11. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband