Ríkisstjórnin heldur kjörum aldraðra niðri.Lífeyrir hækkar ekki í samræmi við launaþróun!

Hvaða leyfi hafa stjórnmálamenn til þess að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri? Hvaða leyfi hafa ráðamenn þjóðarinnar til þess? Fengu þeir eitthvað leyfi til þess í síðustu kosningum að halda kjörum aldraðra og öryrkja niðri, ef þeir kæmust til valda? Var það ekki öfugt.Sögðust þeir ekki ætla að bæta kjör aldraðra og öryrkja? Ég man ekki betur.Er það eðlilegt,að ráðherrar ríkisstjórnarinnar taki sér 60% kauphækkun,hundruð þúsunda hækkun, á tímabilinu 2013-2016 en skammti öldruðum og öryrkjum hungurlús á sama tímabili. Eiga þegnarnir síðan að bukka sig og beygja,ef ráðamennirnir vilja ræða þann möguleika að  bæta kjör þeirra lægst launuðu einhvern tímann í framtíðinni!Hvers konar ríki lifum við í? Ríkisstjórnin fer ekki eftir lögum gagnvart öldruðum og öryrkjum.Hún hækkar ekki lífeyri aldraðra og öryrkja í samræmi við launaþróun.Hún brýtur lög á öldruðum og öryrkjum og setur sig síðan á háan hest.Þessi hungurlús,sem lífeyrir hækkaði um hjá hluta lífeyrisþega um áramót var minni hækkun en nam hækkun lágmarkslauna!Og hungurlúsin kom ekki frá núverandi stjórn, hún kom frá ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðsflokks.Það er ekki aðeins að flokkarnir,sem standa að ríkisstórninni með Vinstri græna í broddi fylkingar hafi rofið kosningaloforð sín við eldri borgara heldur eru þeir einnig að brjóta lög á öldruðum og öryrkjum.

Og til þess að kóróna ósómann taka ráðherrarnir og þingmenn þeirra sér óheyrileg laun og alls konar aukagreiðslur og aukasporslur,svo yfirgengilegt er.Aukagreiðslurnar nema hundruðum þúsunda!Það er eins og þessir ráðamenn,þessi yfirstétt, sé að  storka öldruðum og öryrkjum,sem haldið er niðri í kjörum. Engin skýring hefur fengist á því hvers vegna lífeyrir var ekki hækkaður myndarlega strax og stjórnin tók við.Það er óskiljanleg framkoma. Búist var við,að ríkisstjórn undir forustu Vinstri grænna yrði hagstæðari öldruðum og öryrkjum en fyrri ríkisstjórnir en það hefur orðið öfugt. 

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 14. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband