Ríkisstjórn Katrínar gerir ekkert fyrir aldraða!

 

 

Ríkisstjórn Katrínar,formanns Vinstri grænna hefur verið við völd í 3 1/2 mánuð. Á þeim tíma hefur stjórnin ekkert gert fyrir aldraða eða öryrkja,ekki hækkað lífeyrinn um eina krónu.Lífeyrinum hefur verið haldið óbreyttum.Hækkun um hungurlús um áramót,4,7%,var ákveðin af ríkissrtjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks.Hvers vegna hækkar ríkisstjórnin ekki lífeyrinn,þegar vitað er,að hann dugar ekki til framfærslu? Það er lögbrot að hækka ekki lífeyrinn.Bjarni ræður ferðinni.Hvorki VG né Framsókn þora að segja "múk". Þeim er svo mikið í mun að fá að hanga í stjórninni.Bjarni vill bíða eftir fjármálaáætlun og helst vill hann bíða eftir því hvernig mál enda á vinnumarkaðnum í haust og um áramót.Þau Sigurður Ingi og Katrín munu elta hann í þessu máli til þess að halda stjórninni saman.Stólarnir eru mikilvægari en kjör aldraðra og öryrkja!

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 

 
 
 

Bloggfærslur 15. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband