Ekki fylgt lögum við breytingu lífeyris aldraðra.Lög og stjórnarskrá brotin!

Í lögum um almannatryggingar segir svo m.a: 

Bætur almannatrygginga, svo og greiðslur skv. 63. gr. og fjárhæðir skv. 22. gr., skulu breytast árlega í samræmi við fjárlög hverju sinni. Ákvörðun þeirra skal taka mið af launaþróun, þó þannig að þær hækki aldrei minna en verðlag samkvæmt vísitölu neysluverðs.

Ég tel,að stjórnvöld hafi ekki fylgt þessu lagaákvæði við hækkun lífeyris undanfarin ár.Lífeyrir hefur yfirleitt hækkað minna en laun.Og yfirleitt aldrei á sama tíma og launin.Til dæmis hækkuðu lágmarkslaun um 14,5% í mai 2015.Lífeyrir hafði þá hækkað um 3% fyrr á árinu.En lífeyrir hækkaði ekki meira þetta árið og ekki aftur fyrr en í janúar 2016.Þá hækkaði lífeyrir um 9,7%.Laun hækkuðu þá á ný um 6.2% Ef árin tvö eru tekin saman kemur eftirfarandi í ljós. Laun hækkuðu um 20,7%.Lífeyrir hækkaði um 12,7%. Það vantaði því 8% stig upp á,að lífeyrir hefði hækkað jafnmikið og lágmarkslaun.Þarna var því augljóst lögbrot.En auk þess segir ekki í lögunum  að miða eigi við lágmarkslaun. Það er aðeins talað um launaþróun.Það þýðir að sjálfsögðu þróun launa almennt.Og á árinu 2015 urðu miklar almennar launahækkanir. Laun fiskvinnslufólks,sem var að byrja, fékk 30% launahækkun.Framhaldsskólakennarar sömdu um 17% launahækkun strax og 44% hækkun  á 3 árum,nýlæknar sömdu um 25% hækkun strax og læknar almennt sömdu um  allt að 40% hækkun á 3 árum.Grunnskólakennarar sömdu um 33% hækkun á 3 árum og 9,5% hækkun gegn afsali kennsluafsláttar.Ef tekið er tillit til þessara hækkana einnig er ljóst,að lífeyrir hefur hvergi nærri  hækkað i samræmi við lagaákvæðið.

Það er alveg ljóst,að mikið vantar á,að stjórnvöld hafi staðið við þetta lagaákvæði.Þau hafa ekki einu sinn náð því að hækka lífeyri í samræmi við hækkun lágmarkslauna.Um síðustu áramót eftir að stjórn Katrínar hafði tekið við hækkaði lífeyrir minna en lágmarkslaun.En launaþróun hefur eins og áður gefið tilefni til verulegrar hækkunar lífeyris.Laun stjórnmálamanna,embættismanna og yfirmanna í einkarekstri hafa hækkað óhóflega mikið en allar þessar hækkanir eru liður í launaþróun. Það er því áframhaldandi verið að brjóta lög á öldruðum og öryrkjum með því að halda lífeyri nær óbreyttum í stjórnartíð Katrínar Jakobsdóttur.

Í 76.grein stjórnarskrárinnar segir svo:Öllum sem þess þurfa skal tryggður í lögum réttur til aðstoðar vegna sjúkleika,örorku,elli o.fl. Þetta ákvæði hefur einnig verið brotið á öldruðuum.Lægst launuðu eldri borgurum hefur ekki verið tryggður nægur réttur til aðstoðar.Lífeyrir sá,sem aldraðir hafa fengið sér til framfærslu. Hefur ekki dugað.

Með lög og stjórnarskrá í huga er ljóst,að ríkisstjórn Katrínar er að brjóta lög á öldruðum með því að halda lífeyrinum óbreyttum.Lífeyrir þarf að hækka talsvert til þess að lög og stjórnarskrá  séu haldin i heiðri.Þá er eftir að taka með í reikninginn óuppfyllt loforð,sem stjórnmálamenn hafa gefuð öldruðum undandarin ár. Þau þarf einnig að uppfyla.-Við frestum ekki réttlætinu.Það á að framkvæma strax í dag.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 16. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband