Grófar skerðingar lífeyris aldraðra.Málsókn eina úrræðið?

Þegar ég var formaður kjaranefndar Félags eldri borgara í Reykjavík kannaði ég í samráði við kjaranefndina hvort grundvöllur væri fyrir málsókn gegn ríkinu vegna skerðingar Tryggingarstofnunar ríkisins á lífeyri þeirra eldri borgara,sem fengu greiðslur úr lífeyrissjóðum.Fékk ég tvo lögfræðinga til viðræðna við nefndina um málið.Niðurstaðan var sú,að mikil gagnasöfnun væri nauðsynleg áður en unnt væri að fara í mál.Þau gögn,sem þurfti fyrst og fremst að afla voru skjöl,sem staðfestu,að það hefði verið forsenda stofnunar lífeyrissjóðanna,að þeir ættu að vera viðbót við lífeyri almannatrygginga (en ekki valda neinni skerðingu á tryggingalífeyri)Öll gögn sem fáanleg voru og staðfestu framangreint gætu stutt við málið svo og yfirlýsingar fyrrverandi verkalýðsleiðtoga,sem staðfestu það sama.

1969 birti Alþýðusamband Íslands yfirlýsingu,sem fól í sér,að lífeyrissjóðirnir ættu að vera viðbót við almannatryggingar.sú yfirlýsing er að mínu mati mjög mikilvæg.

Öll mín þekking á lífeyrissjóðunum leiðir í ljós,að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar.Þeir verkalýðsleiðtogar,sem ég hef rætt við um málið,hafa staðfest það sama. Sigurður E.Guðmundsson,fyrrverandi framkvæmdastjóri Húsnæðsmálastofnunar,hefur kynnt sér lífeyrissjóðina ítarlega.Hann telur,að lífeyrissjóðirnir hafi átt að vera viðbót við almannatryggingar  og ekki átt að valda neinni skerðingu á lífeyri þeirra til sjóðfelaga. 

Ekki löngu eftir að ég tók mál þetta fyrir í kjaranefnd lét ég af störfum formanns í nefndinni.Kjaranefnd hélt ekki áfram með málið eftir það.

Ég er sammála Wilhelm Wessman um það,að ef ríkisvaldið lætur ekki af skerðingum lífeyris almannatrygginga vegna greiðslna eldri borgara úr lífeyrissjóðum,sé sennilega eina úrræðið að fara í mál við ríkið.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband