Dropinn holar steininn: Krónu móti krónu skerðing afnumin!

Það hefur vakið mikla athygli,að landsfundur Sjálfstæðisflokksins skyldi samþykkja að afnema ætti krónu móti krónu skerðingu lífeyris öryrkja NÚ ÞEGAR Því var lofað þegar ný lög um almannatryggingar voru sett um áramótin 2016/2017 að þessi skerðing yrði afnumin hjá öldruðum og 0ryrkjum.Hún var afnumin hja öldruðum en ekki hjá öryrkjum.Það var svikið. Síðan var því lofað að þetta yrði leiðrétt fljótlega.það var einnig svikið.Síðan eru liðnir 14 mánuðir.Fyrir alþingi liggur frumvarp frá Halldóru Mogensen Pirata um afnám umræddrar skerðingar. Það hefur engar undirtektir fengið.Öbi hefur engar undirtektir fengið í þessu máli. Þess vegna kemur ályktun landsfundar skemmtilega á óvart.Ég tel,að forusta Sjálfstæðisflokksins geti ekki staðið gegn henni.VG og Framsókn geta heldur ekki staðið gegn henni!Spurningin er hvort VG er orðin hægra megin við Sjálfstæðisflokkinn! 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 21. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband