Alþingi brást.Hækkaði ekki lífeyrinn!

Alþingi er farið í páskaleyfi.Alþingismenn verða í fríi næstu 2 1/2 viku.Þeir eru vanir að fara í frí um leið og skólabörnin en taka yfirleitt miklu lengra frí en börnin ,einkum um jólin.Einkennilegt er,að alþingismenn skuli ekki fremur fylgja öðru launafólki í landinu og taka álíka frí og launafólk,þar á meðal álika langt sumarleyfi.En svo er ekki.Þingmenn fylgja skólabörnunum í fríum og rúmlega það.
Alþingi brást öldruðum og öryrkjum eina ferðina enn. Það fór í fri án þess að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu og án þess að afnema krónu móti krónu skerðingu öryrkja hjá TR enda þótt landsfundur Sjálfstæðisflokkdins hafi samþykkt þetta afnám.
Alþingi gerir það,sem það vill og hefur áhuga á.Alþingi samþykkti á "aukafundi" í gær,föstudag að lækka kosningaaaldur í sveitarstjórnarkosningum í 16 ár.VG hafði forgöngu um þessa breytingu og kom henni í gegn þó margir í Sjálfstæðisflokkknum væru henni andvígir.VG taldi óhætt að gera þetta.Það mundi ekki sprengja stjórnina. En öðru máli gegnir um hækkun lífeyris þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja.Ekki má styggja Sjálfstæðisflokkinn í því máli.Það gæti kostað Vinstri græna ráðherrastólana! 
En hvernig er þetta eiginlega með þingmennina,sem hafa 1.1milljón í þingfararkaup á mánuði og auk þess háar aukagreiðslur? Hugsa þeir ekkert sjálfstætt? Hvarflar ekki að þeim að leiðrétta smánarlega lágan lífeyri lægst launuðu aldraðra og öryrkja.Það vita allir og þar á meðal þingmennirnir að það er ekki unnt að lifa af rúmlega 200 þús kr eftir skatt.Þetta er rétt rúmlega fyrir húsaleigu.Í rauninni er verið að íta þessu fólki út úr samfélaginu; það getur ekki tekið eðlilegan þátt í því.Eftir hverju eru þingmenn að bíða? Eru þeir að bíða eftir að Sjálfstæðisflokkurinn gefi grænt ljós..Það er ljóst,að í ríkisstjórninni ræður Sjálfstæðisflokkurinn ferðinni.Katrín og Sigurður Ingi láta þann flokk ráða.Þau vilja ekki missa stólana.

Björgvin Guðmundsson

 


Dýrkeyptur hégómi.Sagan endurtekur sig

Haustið 2004 varð Halldór Ásgrímsson formaður Framsóknarflokksins forsætisráðherra í samstjórn með Davíð Oddssyni,Sjálfstæðisflokknum enda þótt Framsókn væri miklu minni flokkur á alþingi en Sjálfstæðisflokkurinn. Halldór fór fram á það við Davíð að fá forsætisráðherrastólinn; taldi það mikilvægt og að það mundi styrkja sig og flokkinn pólitískt.Ég skrifaði þá blaðagrein undir fyrirsögninni:Dýrkeyptur hégómi.Ég þóttist sjá,að þetta  gæti orðið Halldóri og Framsókn dýrt pólitískt og það reyndist svo.Framsókn hafði engin völd í ríkisstjórninni út á forsætisráðherrann,ekki einu sinni Hagstofuna í byrjun.Framsókn hafði aðeins fundarstjóra ríkisstjórnarinnar og hégómann sem fylgir því að hafa fínan bíl og titil forsætisráðherra. En Sjálstæðisflokkurinn réði öllu í ríkisstjórninni. Þeir höfðu miklu meiri þingstyrk.Halldór tapaði á þessu pólitískt,missti fylgi,Framsókn missti fylgi og Halldór sagði af sér sem formaður eftir stjórnarsetuna. Sagan er að endurtaka sig.Það reynist Katrínu einnig dýrkeyptur hégómi að fara fram á forsætisráðherrastólinn. Hún ræður engu í stjórninni. Er að vísu fundarstjóri á ríkisstjórnarfundum en það er það eina. En það leynist engum,að Bjarni ræður öllur í stjórninni.Katrín getur ekki einu sinni hækkað lífeyri lægst launaða lífeyrisfólks nema með leyfi Bjarna.Hann stendur á bremsunni þó nógir peningar séu til.Katrín hefur fallegan ráðherrabíl og getur farið í skemmtilegar utanlandsferðir til Parísar og Berlínar en það er dýrkeyptur hégómi.Sagan endurtekur sig.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 24. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband