STÓR HÓPUR ELDRI BORGARA FÆR ENGIN EFTIRLAUN FRÁ RÍKINU!

Ísland er eina landið í OECD,þar sem ríkið greiðir ekki öllum eldri borgurum(eftirlaunamönnum ) eftirlaun.Um áramótin 2016/2017 var grunnlífeyrir felldur niður hjá stórum hópi eftirlaunamanna (ca. 5000)Þetta hefur ekki gerst hjá neinu ríki OECD nema Íslandi.Ráðamenn á Íslandi eru alltaf að guma af því hvað efnahagsástandið sé gott hér,hagvöxtur mikill sá mesti í Evrópu! En hvers vegna getur Ísland þá ekki gert eins vel við sína eldri borgara eins og nágrannalöndin. Hin Norðurlöndun gera til dæmis miklu betur við aldraða en gert er hér.Á hinum Norðurlöndunum greiðir ríkið miklu meira til eldri borgara en gert er hér.Samt er efnahagsástandið ekki eins gott þar eins og hér að sögn íslenskra ráðamanna.A tímum bankahrunsins og í kreppunni í kjölfarið taldi þáverandi ríkisstjórn,að hún þyrfti að skerða grunnlífeyrinn hjá þeim,sem væru með góðan lífeyrissjóð,mikinn lífeyri úr lífeyrissjóði en þeir sem höfðu lélegan lífeyrissjóð eða engan héldu grunnlífeyrinum alveg.  Við sem vorum í stjórn og kjaranefnd Félags eldri borgara í Reykjavík mótmæltum þessu harðlega; við töldum grunnlífeyrinn heilagan og ekki mætti skerða hann og þaðan af síður afnema hann.Ég barðist fyrir endurreisn grunnlífeyrisins í mörgum  blaðagreinum.Eftir stjórnarskiptin 2013 var grunnlífeyririnn endurreistur  og eðlilega fögnuðu margir því. Til mín hringdi þá einn harður sjálfstæðismaður,sem hafði verið með mér í KFUM og KR og sagði,að það væri mér,að þakka að búið væri að endurreisa grunnlífeyrinn.Mér þótti hrósið gott en benti á,að  fjölmargir í stjórn FEB og kjaranefnd hefðu lagst á árarnar í þessu máli.En Adam var ekki lengi í Paradís. Sem fyrr segir var grunnlífeyririnn afnuminn um áramótin 2016/2017 og það voru sömu aðilar sem afnámu grunnlífeyrinn og höfðu endurreist hann!!Ég er ekki viss um,að það standist lagalega að gera stóran hóp eldri borgara eftirlaunalausa hjá TR,þar eð þessir eldri borgarar,eftirlaunamenn hafa greitt til almannatrygginga alla sína starfsævi; fyrst greiddu þeir tryggingagjöld og síðan greiddu þeir til almannatrygginga í formi skatta.Þeir eiga því rétt á lífeyri frá TR.En í stað þess að virða rétt þeirra sem greitt hafa alla tíð til TR eru  þeir ekki aðeins sviptir grunnlífeyrinum heldur skerðir TR/ríkið lífeyri eldri  borgara í lífeyrissjóðunum.Ekkert annað ríki OECD hagar sér á þennan hátt gagnvart sínum eldri borgurum.Þetta er níðingsskapur gagnvart  öldruðum. 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 3. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband