VG samþykkir fjármálaáætlun,sem var hægri sinnuð íhaldsáætlun í fyrra!

Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar,opinber fjármálastefna fyrir næstu 5 ár, var samþykkt á alþingi fyrir skömmu.Fjármálaráð,sem á að vera faglegt og hlutlaust gerði 80 athugasemdir við áætlunina en enginn þeirra var tekin til greina. Umsagnaraðilar gerðu miklar athugasemdir við áætlunina en þær voru allar hundsaðar.Meðal annars gerði ASÍ alvarlegar athugasemdir en þeim var ekki sinnt.Meðal athugasemda umsagnaraðila voru þessar: Óraunsæ,ábyrgðarlaus,óvarfærin,ómarkviss,óljós,aðhaldslítil,varasöm og ótrúverðug.

Ágúst Ólafur Ágústsson alþingismaður Samfylkingarinnar var framsögumaður 1.minnihluta fjárlaganefndar,sem fjallaði um áætlunina.Voru miklar athugasemdir gerðar í álitinu en þeim var engum sinnt.Ágúst Ólafur vakti athygli á því í framsögu fyrir áliti 1.minnihluta fjárlaganefndar,að fjármálaáætlunin væri keimlík fjármálaáætlun þeirri, sem fyrri ríkisstjórn hefði afgreitt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra,sem þá var í stjórnarandstöðu, hefði þá gagnrýnt fjármálaáætlunina harðlega en það væri nánast um sömu áætlun að ræða. Katrín kallaði áætlunina þá hægri sinnaða með íhaldssvip og fann henni allt til foráttu.Nú hefði Katrín svarsnúist og samþykkt þá áætlun sem var óalandi og óferjandi áður.Ágúst Ólafur sagði,að Katrín hefði selt sig ódýrt fyrir 3 ráðherrastóla. Katrín hefði varpað öllum stefnumálum sínum og VG fyrir róða til þess að komast í stjórn með Sjálfstæðisflokknum.

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 31. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband