Kjör allra annarra en aldraðra og öryrkja "leiðrétt"!

Jóhanna Sigurðardóttir,fyrrverandi forsætisráðherra sagði á flokksþingi Samfylkingarinnar í gær,að Samfylkingun ætti að beina spjótum sínum að spillingarflokkunum,Sjálfstæðisflokki og Framsókn fyrst og fremst.Það má til sanns vegar færa en það er ekki þar sem sagt, að VG (Vinstri græn) verði ekki að sæta gagnrýni.VG hefur svikið stefnu sína og á stærsta þáttinn í því, að þeir flokkar,sem Jóhanna kallar spillingarflokka eru áfram við völd.Það er ekki aðeins að VG hafi villst af leið.VG stefndi að því lengi að mynda stjórn með íhaldi og framsókn.Og það er óskiljanlegt hvað VG gekk til, þar eð ekki setti flokkurinn nein skilyrði um að koma fram einhverjum mikilvægum stefnumálum sínum.VG virðist hafa farið í stjórnina fyrir hégómann einan,það er til þess að hafa forsætisráðherrann,til þess að hafa miklar vegtillur en það er ekki nóg ef íhaldsflokkarnir hafa undirtökin eins og verið hefur fram að þessu.

Stjórn Samfylkingar og VG skerti kjör aldraðra og öryrkja vegna bankahrunsins og kreppunnar.Þeir,sem voru á "strípuðum lífeyri" sættu að vísu ekki kjaraskerðingu. En þeir eldri borgarar og öryrkjar, sem sættu  verulegri kjaraskerðingu í kreppunni hafa ekki fengið  leiðréttingu vegna þess. Það er hins vegar á hverjum degi verið að " leiðrétta" kjör annarra.Það er búið að hækka laun þingmanna um mörg hundruð þúsund,svo og laun ráðherra,embættismanna,dómara og kirkjunnar manna; allt á þeim forsendum,að kjör þeirra hafi verið skert í kreppunni.Það þarf að " leiðrétta" kjör allra nema aldraðra og öryrkja.Og til þess að kóróna ósómann eru þingmenn og ráðherrar nú að taka sér mörg hundruð þúsund í aukagreiðslum á alþingi,græðgin er svo mikil.Ég sé ekki annað en þeir flokkar á alþingi,sem ákveðið hafa allar þessar
aukagreiðslur, séu orðnir spillingarflokkar.

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 4. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband