" VG hefur róað vinnumarkaðinn" .(Haldið kaupi verkafólks niðri!

Tveir menn tóku tal saman,stjórnarssinni og stjórnarandstæðingur.Stjórnarsinninn sagði: Finnst þér þetta ekki fín ríkisstjórn?Ja,hún hefur ekkert gert.Jú,jú,hún hefur gert heilmargt.Ja nefndu eitt,sagði stjórnarandstæðingurinn.Stjórnarsinninn klóraði sér í hausnum og þagði lengi en sagði svo:Hún hefur róað vinnumarkaðinn.Ja,það er heila málið.Það eina,sem ríkisstjórnin hefur gert er, að róa vinnumarkaðinn,halda launum niðri.Og það er fyrst og fremst verk VG,Katrínar Jakobsdóttur.Einhvern tímann hefði það þótt saga til næsta bæjar,að helsta baráttumál Vinstri grænna væri að halda launum verkafólks niðri.En svo er komið fyrir VG í dag.Ég sagði þetta reyndar löngu fyrir stjórnarnyndunina,að íhaldið vildi fá VG í stjórnina til þess að hjálpa til við að halda launum verkafólks niðri.Og það reyndist rétt.VG er í vinnu hjá íhaldinu við þetta verkefni.Íhaldið brosir í kampinn!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 6. mars 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband