Ekki ein einasta króna sem á að fara í vasa eldri borgara!

Ég hafði ekki mikla trú á því, þegar forsætisráðherra sagði að skipa ætti starfshóp til þess að fjalla um vanda eldri borgara.Það var heilmikið í kringum þetta. Nær öll stjórn Félags eldri borgara í Reykjavík var boðuð til Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra  í byrjun mars til þess að hlíða á boðskap hennar um að skipa ætti starfshóp um mál eldri borgara.Undur og stórmerki.Ég taldi ekki þurfa neinn starfshóp.Ég taldi þurfa aðgerðir strax,hækkun lífeyris  nú þegar. Allar staðreyndir málsins liggja á borðinu.Það þarf þess vegna engan starfshóp.Það tefur aðeins málið.

Nú skrifar Ellert Schram formaður FEB á heimasíðu félagsins: Samþykkt var að skipa starfshóp en hvað svo.Ekkert.Engin nefnd.Engin umræða. Tíminn líður... hvergi sé ég eina einustu krónu,sem á að fara í vasa eldri borgara.

Eins og ég sagði:Ég hafði ekki mikla  trú á fyrirheiti forsætisráðherra um að skipa starfshóp.En ég reiknaði þó með því,að starfshópurinn yrði myndaður. Það er ekki einu sinni gert.Það er algeng aðferð stjórnmálamanna að svæfa mál í nefnd eða starfshóp.Ég legg því til að hætt verði við starfshópinn og gengið strax í að hækka lífeyri þeirra,sem verst eru staddir

Björgvin Guðmundsson

 


Félagsmálaráðherra ætlar að afnema krónu móti krónu skerðingu gegn því að þeir samþykki starfsgetumat!

Félagsmálaráðherra,Ásmundur Einar Daðason,sagði eftirfarandi á alþingi í gær:

Ég get sagt það að nú á þessu vori og fram á sumar og næsta haust er áætlað að ráðuneytið setji allan kraft í það mál sem lýtur að örorkulífeyrisþegum, sem lýtur að bættum kjörum þeirra, sem lýtur að því að endurskoða almannatryggingakerfið á þeim grunni að innleiða starfsgetumat og m.a. afnema krónu á móti krónu skerðinguna samhliða því. Öll sú vinna sem þar fer fram; hvernig dagsetningar verða, hverjar upphæðir verða, hvar línur verða dregnar, er nokkuð sem mun koma í ljós í þeirri vinnu sem er að hefjast. Það er mjög erfitt að slá fram einhverjum ákveðnum hlutum hérna, nema að ég segi: Það er fullur pólitískur vilji til þess að sú vinna fari af stað og það er fullur pólitískur vilji  til þess að út úr henni komi jákvæð niðurstaða fyrir örorkulífeyrisþega.

Samkvæmt þessu er ríkisstjórnin hætt að leyna því að beita eigi þvingunum til þess að fá öryrkja til þess að samþykkja starfsgetumat.Kjarabætur,sem öryrkjar áttu að fá um áramótin 2016/2017  eins og aldraðir er orðið verslunarvara.Skilaboðin til öryrkja eru þessi: Þið fáið aðeins afnám krónu móti krónu skerðingar,ef þið samþykkið starfsgetumat,annars ekki!Öryrkjum var lofað afnámi krónu móti krónu skerðingar 2016/2017.Það var svikið.Síðan var sagt við þá,að þeir fengju þessa lagfæringu mjög fljótlega.Það var svikið. Allir flokkar  lofuðu afnámi krónu móti krónu skerðungar hjá öryrkjum.Við það var ekki staðið.En nú ætlar Ásmundur félagsmálaráðherra að versla við öryrkja um málið. Það er siðlaust.

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


Bloggfærslur 10. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband