VG styður hernaðarárás í Sýrlandi!

NATO lýsti því yfir,að öll aðildarríki bandalagsins styddu loftárás Bandaríkjanna,Bretlands og Frakklands á efnavopnageymslur í Sýrlandi.Það þýðir,að Ísland styður árásina; forsætisráðherra Íslands er Katrín Jakobsdóttir,formaður VG. Í stefnuskrá VG stendur að flokkurinn sé andvígur allri hernaðaríhlutun.

 Hvernig stendur á því, að VG samþykkir þá stefnu Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar að styðja NATO og  styðja hernað,sem NATO styður.Og hvernig stendur á því að VG samþykkir öll mál Sjálfstæðisflokksins og jafnvel Framsóknar  en Sjálfstæðisflokkurinn samþykkir engin mál VG? Svarið er þetta: VG vill allt vinna til þess að fá að vera í ríkisstjórninni,jafnvel að fórna stefnumálum sínum.VG fær engum velferðarnmálum framgengt.Flokkurinn kokgleypir stefnu Sjálfstæðisflokksins í utanríkismálum.Það eina sem VG nær fram eru lítilsháttar ráðstafanir í loftslagsmálum!

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 17. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband