Ekki enn farið að hækka lífeyri lægst launuðu aldraðra!

Það vakti athygli í fréttum í gær,þegar sagt var frá því,að strokufangi frá Sogni hefði strokið með flugvél til Svíþjóðar í gærmorgun,að forsætisráðherra Íslands,Katrín Jakobsdóttir var með í sömu flugvél! Katrín var að fara á fund leiðtoga Norðurlanda og forsætisráðherra Indlands í Svíþjóð.Enn hefur Katrín ekki hækkað lífeyri lægst launuðu aldraðra og öryrkja þrátt fyrir ítrekaðar óskir Félags eldri borgara í Reykjavík þar um ( ekki hefur einu sinni verið minnst á stofnun starfshóps um málið,.a.m.k ekkert fréttsrt um það) Þegar Félag eldri borgara kvartaði yfir aðgerðarleysi forsætisráðherra og félagsmálaráðherra í þessu efni fyrir skömmu var helst að skilja,að það hefði verið svo mikið að gera hjá þessum ráðherrum,að þeir hefðu ekki mátt vera að því að leysa vanda þeirra lægst launuðu meðal aldraðra og öryrkja.Ljóst er,að Katrín hefur verið önnum kafin í utanferðum,2 ferðum til Parísar,1 ferð til Berlínar og nú ferð til Svíþjóðar og ef til vill fleiri ferðir,sem ekki hafi ratað í fréttir.Ráðherrar ráða því sjálfir hvaða utanferðir þeir fara í.Þeir þurfa ekki að mæta á öllum fundum og ráðstefnum,sem þeir eru boðaðir á erlendis.Þeir hafa 2 aðstoðarráðherra hver og ráðuneytisstjóra og geta sent þá til útlanda í sinn stað svo þeir geti sinnt aðkallandi málum innanlands í staðinn.Það er mikilvægara að leysa bráðan vanda lægst launuðu aldraðra og öryrkja en að fara á leiðtogafund Norðurlanda eða hitta Merkel. Og það er kominn sá tími,sem Katrín sagði á alþingi,að yrði valinn fyrir ákvörðun um það hvort lífeyrir lægst launuðu aldraðra og öryrkja yrði hækkaður.Þessi lífeyrir er í dag 204 þúsund kr. eftir skatt hjá giftum öldruðum og 243 þúsund á mánuði hjá einhleypum eftir skatt.Eins og margoft hefur verið tekið fram er engin leið að lifa á þessari hungurlús og óskiljanlegt,að ríkisstjórnin skuli ekki vera búin að hækka þessar upphæðir fyrir löngu. Sennilega skilja ráðherrarnir ekki málið. Þeir velta sér upp úr vellystingum,launum 1,8-2 milljónir á mánuði fyrir utan allar aukagreiðslur og hlunnindi, fría bíla og ótæpilega dagpeninga í utanferðum.Þeir hafa svo mikla peninga sjálfir að þeir skilja ekki,að einhverjir hafi aðeins 200 þús á mánuði og rúmlega það fyrir ÖLLUM útgjöldum.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 18. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband