Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn? Er það aðeins fyrir hégómann?

Hvers vegna er VG í ríkisstjórn með tveimur íhaldsflokkum? Það er ekki til þess að koma fram neinum stefnumálum VG.Er það ef til vill aðeins fyrir hégómann?(til þess að fljúga um loftin blá og aka á fallegum bíl!) Í stefnuskrá VG fyrir siðustu kosningar stóð þetta: Bæta þarf kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri.Fyrir atbeina ríkisstjórnarinnar hefur lífeyrir aldraðra ekki verið hækkaður um eina krónu.Ennfremur stóð í stefnunni: Horfið verði frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja.Ekki hefur verið hreyft við þeirri skerðingu.Þessi stefna brýtur öryrkja niður.Þetta er mannfjandsamleg stefna.Þetta er gróf kjaraskerðing.Þetta er mismunun gagnvart öldruðum en þessi skerðing var afnumin hjá þeim fyrir 15 1/2 mánuði,lofað afnámi um leið hjá öryrkjum en svikið og hefur verið svikið í 15 1/2 mánuð.Það leggur VG blessun sína yfir.- Í stefnu VG stendur:Ísland á að standa utan hernaðarbandalaga og beita sér fyrir pólitískum lausnum á átökum. En fyrir skömmu samþykkti stjórn VG loftárás í Sýrlandi.- VG samþykkir stefnu Sjálfstæðisflokksins í velferðarmálum og í utanrikismálum.Þess vegna spyr ég aftur: Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn: Er VG þar aðeins fyrir hégómann?

Björgvin Guðmundsson


Ríkisstjórnin Katrínar brýtur öryrkja niður!

Stjórnvöld hafa lagt áherslu á það,að öryrkjar,sem vegna slysa eða veikinda hafa orðið að hætta á vinnumarkaði reyndu að byrja þar á ný,þó í hlutastörfum væri.Ef öryrki,sem vegna andlegs sjúkdóms þurfti að hætta að vinna,reynir að byrja aftur í hlutastarfi á vinnumarkaði eftir endurhæfingu; segjum að hann vinni fyrir 40-50 þúsund kr á fyrsta mánuði þá fær hann blauta tusku í andlitið frá ríkisstjórn Katrínar: Ríkisstjórnin lækkar lífeyri hans fra Tryggingastofnun um 40-50 þúsund kr eða um nákvæmlega sömu upphæð og hann vann sér inn!Það er krónu móti krónu skerðingin. Á þennan hátt brýtur ríkisstjórnin  öryrkjann niður; eyðileggur endurhæfinguna,sem hann hafði farið í.Sjálfstæðisflokkurnn og Framsóknarflokkurinn voru búnir að stunda þessa mannfjandsamlegu stefnu gagnvart öryrkjum í 11 mánuði,þegar Vinstri græn komu i rikisstjórnina og tóku við stjórnarforustu þar.VG hafði lýst því yfir,að afnema ætti krónu móti krónu skerðingu hjá öryrkjum og þvi hefði mátt reikna með því að krónu móti krónu skerðing hjá öryrkjum yrði þegar i stað afnumin en nei: Krónu móti krónu skerðingin hélt áfram eins og ekkert hefði í skorist.Haldið var áfram að brjóta öryrkja niður.Sjálfstæðisflokkurnn með aðstoð Framsóknar hélt áfram að stjórna ferðinni i ríkisstjórninni þó VG væri komin í stjórnina og heita ætti svo,að VG væri í stjórnarforustu.VG hækkar ekki lífeyri aldraðra og öryrkja sem ekki eiga fyrir framfærslukostnaði þó því hafi verið lofað og VG afnemur ekki krónu móti krónu skerðingu öryrkja þrátt fyrir loforð þar um.Ríkisstjórn Katrínar brýtur öryrkja niður eins og fyrri ríkisstjórn undir forsæti Bjarna gerði.Stefnan er óbreytt.Það skiptir engu þó VG sé í stjórninni!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 19. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband