Svikið að afnema krónu móti krónu skerðingu hjá öryrkjum!

Haustið 2016 lofuðu þáverandi stjórnarflokkar,Framsókn og Sjálfstæðisflokkur að afnema krónu móti krónu skerðingu í kerfi TR hjá öldruðum og öryrkjum.Það átti að gerast um áramótin 2016/2017. Það var svikið gagnvart öryrkjum en staðið við það gagnvart öldruðum.Síðan var því lofað,að það yrði leiðrétt fljótlega gagnvart öryrkjum.Það var einnig svikið.Það hefur nú verið svikið í 15 1/2 mánuð.VG lofaði fyrir síðustu þingkosningar að afnema þess krónu móti krónu skerðingu hjá öryrkjum.Það var svikið.VG lofaði að hækka lífeyri aldraðra og öryrkja.Það var svikið.Allir þessir þrír stjórnarflokkar,VG,Sjálfstæðisflokkur og Framsókn níðast í dag á öldruðum og öryrkjum; þeir svikja öryrkja um afnám krónu móti krónu skerðingar og þeir svíkja aldraða og öryrkja um hækkun lífeyris; það stendur skýrum stöfum að bæta þurfi kjörin með því að hækka ellilífeyrinn.Það hefur verið svikið.Það virðast engin takmörk fyrir því hve illa er unnt að koma fram við þessa aðila.Þó liggur fyrir,að lífeyrir þeirra lægst launuðu dugar ekki fyrir framfærslukostnaði.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 20. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband