Samfylkingin vinnur á í Rvk

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins,sem tekin var í gær er Samfylkingin að vinna á.Flokkurinn fengu 30,5% og 8 borgarfulltrúa,ef kosið væri nú.Sjálfstæðisflokkurinn fengi 22,4% og 6 borgarfulltrúa.VG fengi 11% og 3 fulltrúa, ,Viðreisn 8% og 2 fulltrúa,Piratar 7,5% og 2 fulltrúa og Miðflokkurinn 7% og 2 fulltrúa..Flokkur fólksins 2,8%,Framsókn og Kvennaframboð 2,5%,Framboð Sveinbjargar Birnu 1% en önnur framboð minna en 1%. -Samkvæmt þessu héldi núverandi meirihluti,Samfylkingar,VG og Pirata velli,fengi 13 fulltrúa af 23.

Björgvin Guðmundsson


Búið að stórskaða almannatryggingarnar!

 

Árið 1946 voru almannatryggingar stofnaðar af ríkisstjórn Alþýðuflokksins,Sjálfstæðsflokksins og Sósialistaflokksins en sú stjórn var undir forustu Ólafs Thors formanns Sjálfstæðisflokksins.Þegar tryggingingunum var komið á fót, lýsti Ólafur Thors því yfir,að tryggingarnar ættu að vera fyrir alla óháð stétt og efnahag og að þær ættu að vera í fremstu röð slíkra trygginga í Vestur-Evrópu.Almannatryggingarnar stóðu undir nafni fyrstu árin og þær voru þá í fremstu röð en síðan drógust þær aftur út og í dag reka þær lestina meðal slíkra trygginga á Norðurlöndum.Það er búið að stórskaða almannatryggngarnar á Íslandi Um áramótin 2016/2017 var grunnlífeyrir felldur niður.Ríkisstjórn framsóknar og Sjálfstæðisflokks stóð fyrir því.Það gekk algerlega í berhögg við að almannatryggngarnar væru fyrir alla.En almannatryggingar á Norðuröndum eru fyrir alla, ekki fátæktarframfærsla eins og Framsókn og Sjálfstæðisflokkur vija hafa tryggingarnar.Þess breyting svo og að lífeyrir dugar ekki til framfærslu (hjá þeim,sem ekki hafa lífeyrissjóð) þýðir,að Íslendingar hafa horfið frá norræna velferðarmodelinu.Það hefur verið horfið frá upphaflegu markmiði almannatrygginga,að þær væru fyrir alla.Hægri menn í dag vilja hafa almannatryggingarnar sem fátæktarframfærslu en ekki í anda upphaflegs markmiðs trygginganna og ekki i anda norræna velferðarmodelsins.Það er búið að stórskaða almannatryggingarnar miðað við það,sem áður var.

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Bloggfærslur 8. maí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband