Vinstri grænir orðnir NATO flokkur!

 

Kommúnistar,sósalistar og Alþýðubandalagsmenn voru róttækir í þjóðfélagsbaráttunn á Íslandii; vildu breyta þjóðfélaginu,bæta kjör verkafólks og þeirra,sem minna máttu sín.Og þeir börðust fyrir þjóðfrelsi,gegn Atlantshafsbandalaginu og gegn öllu hernaðarbrölti.Vinstri græn létu sem þau vildu taka upp merkið og berjast fyrir bættum kjörum þeirra,sem minna máttu sín og gegn NATO,fyrir þjóðfrelsi og gegn aðild að ESB.VG samþykkti þó að sótt yrði um aðild að ESB í stjórn Jóhönnu.Ég hef að vísu aldrei séð,að VG væri mjög róttækur flokkur; flokkurinn hefur barist fyrir umhverfisvernd en það hefur ekkert með vinstri eða hægri að gera.Á meðan góðs verkalýðsleiðtoga eins og Ögmundar Jónassonar naut við var góður verkalýðssvipur á VG en eftir að hann hætti í stjórnmálum sést slíkur svipur tæplega á VG.Menntamenn (stofukommar) stjórna VG.Flokkurinn hefur notið þess,að formaðurinn,Katrín,hefur fallegt bros og mikinn kjörþokka en enginn veit fyrir hvað hún stendur í stjórnmálum.Ekki vill hún bæta kjör aldraðra og öryrkja eða láglaunafólks.Eftir að hún gekk til starfs við Bjarna og Sigurð Inga og tók upp ýmis mál Sjálfstæðisflokksins er ennþá erfiðara en áður að átta sig á fyrir hvað VG stendur í íslenskum stjórnmálum.
Síðasta vígi VG,baráttan gegn NATO,er fallið.Sennilega mundu hinir gömlu leiðtogar sósialismans á Íslandi snúa sér við í gröfinni,ef þeir vissu,að formaður Vinstri grænna væri að fara á fund leiðtoga NATO í næsta mánuði.En þannig er það.Katrín hefur engan áhuga á stefnumálum.Völd og hégómi eru  í fyrirrúmi!
 
Björgvin Guðmundsson
 
 
 
.

Bloggfærslur 11. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband