Hver eru völd forsætisráðherra?

 

Margir halda,að forsætisráðherra ráði miklu í ríkisstjórninni,jafnvel mestu.En það er misskilningur.Forsætisráðherra ræður mjög litlu nema lögð sæeu til hans einhver mikilvbæg mál. En svo er ekki nú. Það eru minniháttar mál,sem heyra undir forsrætisráðueytið svo sem Hagstofan,Seðlabankinn..,ríkislögmaður,Umboðsmaður barna og Óbyggðanefnd.Það er Bjarni Benediktsson,sem ræður mestu í ríkisstjórninni.Hann stýrir valdamesta ráðuneytinu og er auk þess formaður í stærsta stjórnarflokknum en það eykur hans völd enn.Auk þess veikir það völd Katrínar og VG,að sá flokkur kom engum stórum baráttumálum VG inn í stjórnarsáttmálann.VG var svo mikið kappsmál að komast i stjórnina,að baráttumálin gleymdust. Forsætisráðherra er fyrst og fremst fundarstjóri í ríkisstjórninni og setur mál á dagskrá.En að öðru leyti eru völd forsætisráðherra lítil sem engin.Það veikir enn völd forsætisráðherra,að flokkur hans er minni en flokkur Bjarna og veikur flokkur.Ástandið í ríkisstjórninni minnir á ástandið í ríkisstjórn Halldórs Ásgrímssonar,þegar hann var forsætisráðherra í stjórn með Davíð Oddssyni Sjálfstæðisflokki.Framsókn,flokkur Halldórs,var þá miklu veikari flokkur en Sjálfstæðisflokkurinn. það Hháði Framsókn í stjórnarforusrtu rétt eins og það háir VG nú.Halldór náði sér aldrei á strik sem forsætisráðherra og lét af störfum sem formaður Framsóknar,þegar stjórnin fór frá.
Það fer ekki á milli mála,að Sjálfstælðisflokkurinn ræður öllu í stjórninni nú.En hvers vegna sækjast flokksforingjar þá eftir að komast í slíka stjórn þó þeir ráði engu? Svarið er: Vegna hégómans.Það er "heiðurinn" titillinn og allt prjálið og óhófið og ferðalögin til útlanda.En þetta er dýrkeyptur hégómi. Og þetta er annð en kjósendur VG ætluðust til.Þeir telja sig svikna.

Björgvin Guðmundsson

 

 
 
 
 
 
 

Könnnun MMR:Piratar stærri en VG

 

 

Ný skoðanakönnun MMR um fylgi flokkanna var birt í gær.Samkvæmt henni eru Piratar stærri en VG (Vinstri græn) með 14% atkvæða en VG með 12,7%.Samfylking er með 15,1%,Framsókn með 9,5%,Viðreisn með 5,8%,Flokkur fólksins með 8,2% og Sjálfstæðisflokkur með 21,6%.
Hvers vegna er forustuflokkur ríkisstjórnarinnar með svona lítið fylgi,12,7% og minna en Píratar,sem eru nýr flokkur,sem margir hafa reynt að rakka niður.Það er vegna þess,að kjósendum VG finnst sem þeir hafi verið sviknir.VG kom fram í kosningunum 2017 sem róttækur vinstri flokkur en eftir kosningar gekk flokkuinn til samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn og leiddi þann flokk til valda á ný þrátt fyrir mikil hneykslismál sem Sjálfstæðisflokkurinn var viðriðinn bæði í síðistu ríkisstjórn og ríkisstjórninni þar á undan: Uppreist æru málið,trúnaðarbrest ,sem Sjálfstæðisflokkurinn reyndist sekur um í síðustu ríkisstjórn og aðild formanns flokksins að Panamaskjölum (skattaskjóli) í stjórninni þar á undan. Það var tækifæri til þess að hvíla Sjálfstæðisflokkinn frá stjórnarstörfum eftir síðustu kosningar en þá kom VG eins og frelsandi engill og leiddi Sjálfstæðisflokkinn til valda á ný.Meira að segja tók VG upp hanskann fyrir dómsmálaráðherrann,þegar borið var upp vantraust á hann en enginn flokkur hafði gagnrýnt dómsmálaráðherra meira en VG.Segja má,að VG hafi gefð kjósendum langt nef eftir kosningarnar 2017; m.a. hefur VG gefið öldruðum og öryrkjum langt nef.Þeir hafa algerlega "gleymst".

 

Björgvin Guðmundsson

www.gudmundsson.net


Bloggfærslur 27. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband