Lægst launuðu öldruðum ekki veitt full aðild að samfélaginu!

 

Hvers vegna er lægst launuðu öldruðum og öryrkjum ekki veitt full aðild að samfélaginu.   Með því að skammta lægst launuðu öldruðum og öryrkjum algera hungurlús í lífeyri er verið að koma í veg fyrir að þessir aðilar geti tekið fulla aðild að samfélaginu.Þeir gætu ekki átt og rekið bíl; þeir gætu ekki keypt tölvu og borgað af henni; þeir gætu ekki farið í leikhús eða á tónleika.En það þýðir,að þeir geta ekki tekið fullan þátt í samfélaginu.Það má bæta því við,að þeir eiga einnig erfitt með að kaupa gjafir handa börnum sínum og barnabörnum. En hvers vegna eru stjórnvöld að halda lægst launuðu öldruðum og öryrkjum utan við fulla aðild að samfélaginu? Það er ekki vegna fjárskorts.Þessa daga ætlar ríkisstjórn Katrína að færa tæpa 3 milljarða til kvótakónganna,til útgerðrinnar með því að lækka veiðigjöldin um þessa fjárhæð.Þessa fjárhæð mætti færa til lægst launuðu aldraðra og öryrkja.En það vantar viljann.Logi Einarsson sýndi fram á það á alþingi fyrir helgi,að það er aðeins stutt frá því Svandís Svavarsdóttir ráðherra barðist fyrir því að veiðigjöldin yrðu hækkuð en ekki lækkuð.Samkvæmt því er ljóst,að það er Sjálfstæðisflokkurinn sem stjórnar því,að það er verið að lækka veiðigjöldin nú um 3 milljarða.VG dinglar með.-Það er tímabært að VG og allir á alþingi vakni og leiðrétti kjör aldraðra og öryrkja.Það er tímabært að lægst launuðu öldruðum og öryrkjum verði veitt full aðild að samfélaginu.Alþingi ber bók staflega skylda til þess. Ríkisstjórninni ber skylda til þess.Það er mannréttindabrot að halda lægst launuðu öldruðum og öryrkjum utan við fulla aðild að samfélaginu.

Björgvin Guðmundsson

 
 
..
 
 
 
 
 
 
 

· 
 



















































































 
  •  

Bloggfærslur 4. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband