VG á að slíta ríkisstjórninni strax!

Fréttir,sem birtust í gær,um mikla ólgu (óánægju) innan grasrótar  VG, komu ekki á óvart.Fylgi VG hrapaði mikið í sveitarstjórnarkosningunum og samkvæmt síðustu skoðanakönnun Gallup um landsfylgi er fylgi VG búið að falla úr 20% í 13%.Á sama tíma hefur fylgi Samfylkingar aukist í 18%.Hvers vegna hefur fylgi VG hrapað? Það er vegna þess,að flokkurinn hefur engum stefnumálum komið fram og ekki nóg með það.Flokkurinn hefur verið að framkvæma stefnumál Sjálfstæðisflokksin. Skýrasta dæmið um það er frumvarp Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur þingmanns VG um lækkun veiðigjalda (lækkun hjá Granda um 200 millj. kr.)Það hefur verið stefna Sjálfstæðisflokksins að lækka veiðigjöldin en Katrín Jakobsdóttir sagði í forustusætinu í sjónvarpinu fyrir þingkosningar síðasta haust að hækka ætti veiðigjöldin til þess að auka jöfnuð í þjóðfélaginu.Hún gerir þveröfugt í ríkisstjórninni.-Það var stefna VG í kosningunum síðasta haust að bæta ætti kjör aldraðra og öryrkja.En ríkisstjórn Katrínar hefur ekki bætt kjör þessara aðila um eina krónu.Það litla sem lífeyrir hækkaði um síðustu áramít (4,7%) hafði verið ákveðið löngu áður og var minna en hækkun launavísitölu.

 Stefna Sjálfstæðisflokksins er að halda lífeyri og lægstu launum niðri.Flokknum tókst að koma því stefnumáli inn í stjórnarsáttmálann.Andrés Ingi Jónsson þingmaður VG sagði,þegar hann sá orðalagið,að hann hefði talið,að það hefði verið samið hjá Viðskiptaráði! Í stuttu máli sagt: VG hefur verið að framkvæma stefnu Sjálfstæðisflokksins.

Eðward Hákon Huijbens  varaformaður VG segir,að óánægjan í grasrót VG sé meiri nú en þegar umræðan um vantraust á dómsmálaráðherra fór fram en þá hjálpaði VG Sjálfstæðisflokknum og kom í veg fyrir,að vantraust væri samþykkt á dómsmálaráðherra þó það væri þingmönnum VG þvert um geð eftir það,sem á undan var gengið.Varaformaðurinn  segir,að óánægjan sé mikil.Það er ekki nema eitt svar við henni: VG á að slíta stjórninni strax.VG hefur ekkert í þessari stjórn að gera,kemur engum stefnumálum sínum fram og gerir ekkert annað en hjálpa Sjálfstæðisflokknum.Það er ljóst,að hégóminn einn hefur leitt Vg inn í þessa ríkisstjórn,þe. sá hégómi að fá stól forsætisráðherra og þau hlunnindi sem því fylgja.En það gagnast ekki VG.Slíkur hégómi gagnaðist ekki Halldóri heitnum Ásgrímssyni,þegar Davíð Oddsson gerði hann að forsætisráðherra og hann gagnast ekki Katrínu eða VG. Skynsamlegast er því fyrir VG að slíta stjórninni áður en meiri skaði er skeður.

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 8. júní 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband