Stjórnin: Samstarfsflokkarnir ráða engu!

 

Samstarfsflokkar Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn,VG og Framsókn hafa fleiri þingmenn á alþingi samanlagt en Sjálfstæðisflokkurinn.Þeir hefðu þvi átt að geta ráðið miklu,ef þeir hefðu beitt sér í stjórninni og viljað knýja fram mál.En svo hefur ekki verið.Þeir knúðu engin mál fram í stjórnarsáttmálanum og hafa engu ráðið síðan.Sjálfstæðiflokkurinn hefur ráðið lögum og lofum i ríkisstjórninni.Hver er ástæan? Ástæðan er sú,að þessum tveimur samstarfsflokkum var svo mikið í mun,að komast í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum,að þeir lögðu enga áherslu á séstök málefni.VG keppti einnig að því að fá forsætisraðherrann; lagði meiri áherslu á það en að fá fram málefni.Hégóminn skipti formann VG mestu máli.
Nokkur orð um VG og Framsókn: VG er klofningsflokkur út úr Alþyðubandalaginu en hinn helmingurinn fór í Samfylkingunma.Forveri VG og Alþýðubandalagsins er Sósialistaflokkurinn en forveri Sósiaistaflokksins er kommúnistaflokkur Íslands.Þegar þessi forsaga er höfð í huga verður undarlegt hvað VG er gersamlega hugsjónasnauður flokkur ; hefur ekki áhuga á neinum umbótamálum; virðist láta sér duga .það eitt að þjóna Sjálfstæðiflokknum.Það er með ólíkindum.Sama má segja um Framsóknarflokkinn.Sá flokkur hefur góða sögu í islenskum stjórnmálum.Jónas Jónsson frá Hriflu stofnaði Framsóknarflokkinn sem félagshyggjuflokk,sem átti að byggjast á samvinnustefnunni.Jafnframt er sagt,að Jónas frá Hriflu hafi einnig stofnað Alþýðuflokkinn og hann hafði ´ætlað þessu flokkum að vera flokkar vinnandi fólks til sjávar og sveita,sem síðan mundu vinna saman.Framsókn átti mjög góða sögu framan af,var mikill félagshyggjuflokkur en síðan hneygðist flokkurinn til hægri og fór að verða meiri og meiri íhaldsflokkur.Keppikefli Framsóknar á seinni árum hefur verið að vinna með Sjálfstæðiflokknum.Segja má,að báðir þessir flokkar,Framsókn og VG hafi gengið af stefnu sinni.
Það er sárgrætilegt,að Sjálfstæðisflokkurinn skuli geta vafið þessum flokkum báðum um fingur sér og að þeir skuli ekkert spyrna við fótum.
Mér finnst grófast hvað VG hefur gersamlega gengið af róttækri umbótastefnu sinni.Flokkurinn virðist í dag ekki hafa neinn áhuga á að bæta kjör láglaunafólks,aldraðra eða öryrkja.Þó voru þetta málin,sem flokkurinn barðist fyrir í þingkosningunum 2017.Flokkurinn virðist gersamlega hafa gengið íhaldsstefnunni á hönd.Eins og ég hef margbent á áhefur flokkurinn,þrátt fyrir forsætisráðherra,ekki hækkað lífeyri aldraðra og öryrkja um eina krónu frá því flokkurinn komst til valda,þó geta lægst launuðu aldraðir og öryrkjar ekki framfleytt sér á hungurlúsinni.- Og í verkalýðs-og launamálum virðist VG vera kominn í það hlutverk með ihaldinu að berja niður sanngjarnar kjarakröfur verkafólks.Ömurlegt hlutverk.
 
Björgvin Guðmundsson
www.guðmundsson.net
 

Bloggfærslur 17. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband