Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn? Dýrkeyptur hégómi!

Hvað er VG að gera í þessari ríkisstjórn? Ekki er hún að framkvæma nein af sínum stefnumálum.Engin þeirra hafa náð fram að ganga.Lífeyrir aldraðra og öryrkja hefr ekki verið hækkaður um eina krónu fyrir tilstuðlan ríkistjórnar Katrínar.Sú titla hungurlús,sem fékkst í hækkun var ákveðin af fyrri ríkisstjórn vegna almennra launahækkana.Ekki hefur VG verið að hækka lægstu laun; þeim er haldið niðri.Ekki er VG að leysa deilu ljósmæðra og koma til móts við þær; þvert á móti er komið í veg fyrir,að ljósmæður fái sömu laun og hjúkrunarfræðingar enda þótt ljósmæður hafi nú orðið sömu menntun og hjúkrunarfræðingar. Og svon mætti áfram telja.Eins og ég skýrði frá í grein minni í Fréttablaðinu í gær lofaði VG því fyrir síðustu kosningar 2017 að bæta kjör eldra fólks með því að hækka ellilífeyri.Við það hefur ekki verið staðið.VG lofaði því ennfremur að hverfa frá krónu móti krónu skerðingu á sérstakri framfærsluuppbót öryrkja.Flokkurinn hefur heldur ekki staðið við það.Von er því að spurt sé: Hvað er VG að gera í þessari stjórn? Er það bara fyrir hégómann; til þess að fljúga um loftin blá og aka um í fallegum ráðherrabílum.Það er dýrkeyptur hégómi.

www.guðmundsson.net

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


Bloggfærslur 20. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband