Heilbrigðisráðherra neitar að greiða tap hjúkrunarheimilanna!

Uppsafnaður halli sl.6 ár á hjúkrunarheimilum Akureyrar er 911 milljónir kr. Heilbrigðisráðherra,Svandís Svavarsdóttir,neitar að greiða þennan halla.Í svarbréfi ráðherra segir,að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri heimilanna og því beri ráðuneytinu ekki að borga hallann. Þetta er "hundalogig". Ef sveitarfélögin greiða ekki rekstrarhallann stöðvast reksturinnLandlæknir krefst þess að ráðnir séu nægilega margir hjúkrunarfræðingar.Og þeir eru víða of fáir á hjúkrunarheimilum Stefna Svandísar kemur í veg fyrir,að unnt sé að uppfylla það skilyrði.Það stefnir í þrot hjúkrunarheimila..Og það er það,sem Sjálfstæðisflokkurinn vill svo unnt sé að afhenda einkaaðilum reksturinn og segja að ríkið ráði ekki við að reka hjúkrunarheimilin.Svandís er nú að hjálpa íhaldinu við þetta starf,einkavæðingu hjúkrunarheimilanna.- Á sama tíma þykist heilbrigðisráðherra vera að undirbúa byggingu nýrra hjúkrunarheimila.En væri ekki ráð að ráðherra mundi fyrst tryggja rekstur þeirra heimila ,sem eru "starfandi".
Fyrir síðustu kosningar lét VG sem flokkurinn vildi tryggja nóg fjármagn til innviða þjóðfélgsins og þar á meðal til heilbrigðismála.En ekkert hefur breytst.Það hefur ekki verið veitt neitt meira fé til herilbrigðismála. Það vantar fjármagn til þess að halda sjó í heilbrigðisstofnunum á Akureyri.Það sama er að segja um Landspítalann.Og flest sveitarfélögin eru að kikna undir rekstri hjúkrunarheimilanna. Garðabæ er í málaferlum við ríkið út af slíku máli.
Til hvers er VG í stjórninni? Ekki er það til þess að leysa vanda eldri borgara og öryrkja; ekki er það til þess að leysa vanda hjúrunarheimila.VG svarar öllum erindum nákvæmlega eins og íhaldið gerði.Íhaldið gæti þess vegna verið eitt í stjórninni.Aðild VG að henni breytir engu!VG virðist vera í stjórninni fyrir hégómann einan,ferðalög til útlanda og prjál.
 
Björgvin Guðmundsson
 

Bloggfærslur 9. ágúst 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband