Eldri borgarar urðu fyrir vonbrigðum!

Margir eldri borgarar höfðu samband við mig eftir að fjárlagafrumvarpið var lagt fram og spurðu hvort ekki væru verulegar kjarabætur til eldri borgara í frumvarpinu.Ég varð því miður að valda þeim vonbrigðum.Ég fann ekkert nema 3,4% hækkun lífeyris í lok ársins. En það þýðir hækkun um rúmlega 6000 kr á mánuði eftir skatt hjá einstaklingum eða úr 243 þúsund kr í 249 þúsund kr eftir skatt.Á þessi hungurlús að lyfta lægst launuðu eldri borgurum upp úr fátæktargildrunni? Geta eldri borgarar,sem reiða sig á lífeyri almannatrygginga og hafa verið í vandræðum með að láta enda ná saman farið að lifa góðu lífi ef þeir fá 6 þús kr, hækkun?Þetta er ekki boðlegt.Þetta er móðgun við eldri borgara.Þessi hungurlús skiptir engu máli.
Er þetta framlag VG til ríkisstjórnarinnar? Ég tel,að útkoman fyrir aldraða hefði verið nákvæmlega sú sama þó Sjálfstæðisflokkurinn hefði verið einn i stjórn."Kjarabótin" hefði ekki getað orðið minni.Vinstri grænir virðast ekki hafa markað nein spor í stjórninni.Þó þeir hafi haft þá stefnu í kosningunum 2017 að bæta ætti kjör aldraðra hafa þeir ekkert gert í því efni.Enda hafa þeir ekki minnst einu orði á nauðsyn þess að bæta verulega kjör aldraðra.Það hefði mátt ætla að VG mundi vilja bæta kjör allra sem illa væru staddir,ekki aðeins aldraðra,heldur einnig láglaunafólks.En svo hefur ekki verið.VG hefur lagt meiri áherslu á,að halda launum niðri og sama gildir um lífeyrinn.VG hefur gleymt kosningaloforðinu um bætt kjör aldraðra.

Björgvin Guðmunsson

 
 
caution-traingle
 

Bloggfærslur 17. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband