Sjálfstæðisflokkur og Framsókn sviku loforð um að leiðrétta lífeyri vegna kjaragliðnunar kreppunnnar

 

Talnakönnun gerði athugun á því hver kjaraskerðing öryrkja hefði verið á krepputímanum vegna kjaragliðnunar.Kjaranefnd Félags eldri borgara gerði sams konar útreikninga á kjaraskerðingu aldraðra. Samkvæmt útreikningum Talnakönnnar hækkaði launavísitalan um 23,5% á tímabilinu 2009-2013,meðaltekjur öryrkja (allar tekjur,fjármagnstekjur meðtaldar) hækkuðu um 4,1% á sama tímabili (tekjur eftir skatta).Verðbólga var á tímabilinu 20,5%.Kaupmáttarskerðing var því mjög mikil.Talnakönnun athuugaði einnig breytingu lífeyris,verðlags og launa á tímabilinu 2008-2013.Þá kom eftirfarandi í ljós:Lágmarkslaun hækkuðu á þessu tímabili um 54,3% en lífeyrir einheypra öryrkja hækkaði á sama tímabili aðeins um 29%.Mismunurinn er kjaraskerðingin.(Lifeyrir sambúðarfólks hækkaði um 29,7%).Samkvæmt útreikningum kjaranefndar FEB hækkuðu lágmarkslaun um 40% á tímabilinu 2009-2013 en lífeyrir einhleypra eldri borgara,sem eingöngu höfðu tekjur frá TR, hækkaði um 17% á sama tímabili.Mismunurinn er kjaraskerðingin,kjaragliðnunin.-Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 2013 var eftirfarandi samþykkt: Ellilífeyrir sé leiðréttur strax til samanburðar við þær hækkanir,sem orðið hafa á lægstu launum síðan í ársbyrjun 2009.Hér er engin tæpitunga töluð.Það á að leiðrétta kjaragliðnunina strax.Sjálfstæðisflokkurinn komst til valda eftir kosningar m.a. út á þetta loforð,fékk fjármálaráðherrann en sveik þetta kosningaloforð! Er ekki farinn að efna það enn í dag. En ráðherrar hafa hækkað eigin laun ótæpilega. Framsóknarflokkurinn lofaði einnig að leiðrétta kjaragliðnunina. Flokkurinn samþykkti eftirfarandi á flokksþingi sínu 2013: Lífeyrir aldraðra og öryrkj verði hækkaður vegna kjaraskerðingar þeirra (og kjaragliðnunar) á krepputímanum.Framókn sveik þetta loforð einnig.- Þessir tveir flokkar hafa ráðið mestu um landsstjórnina frá 2013. Þeir hafa verið samstíga í því að svíkja aldraða og öryrkja.Og aðild VG að stjórn með þeim hefur engu breytt. VG er aðili að svikunum í dag!

 

Björgvin Guðmundsson

 
 
 
 

Bloggfærslur 22. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband