Staða aldraðra hér óásættanleg!Illa búið að öldruðum og öryrkjum!

 

Hver er staða aldraðra á Íslandi í dag? Hvernig býr íslenska ríkið að eldri borgurum miðað við önnur ríki Evrópu?Staðan er þessi: Þeir,sem verða að reiða sig á lífeyri frá almannatryggingum; hafa ekki lífeyrissjóð eða aðrar tekjur fá 204 þúsund kr á mánuði eftir skatt ef þeir eru í hjónabandi eða sambúð en fá 243 þús kr eftir skatt ef þeir eru einhleypir.Þetta er óásættanlegt og engin leið að lifa mannsæmandi lífi af þessari hungurlús; þetta dugar ekki einu sinni fyrir framfærslukostnaði.Margir nauðsynlegir liðir verða útundan,t.d. læknishjálp,lyf,bensín á bílinn og matur.Það er m.ö.o. verið að svelta fólkið í þjóðfélagi sem kallar sig velferðarþjóðfélag og ráðamenn berja sér á brjóst nær daglega og guma af miklum hagvexti og góðri afkomu.Lægst launuðu aldraðir og öryrkjar verða ekki varir við þetta góðæri.Tölur sýna,að ríki OECD ríkja verja til jafnaðar 4 falt meira til eftirlauna en ríkið gerir hér.Í OECD er varið tæplega 8% af vergri landsframleiðslu til eftirlauna af ríkinu en hér tæplega 2% af vergri landsframleiðslu.Hér er átt við framlög ríkis til almannatrygginga.Hvert fer hagvöxturinn hér.Fer hann til yfirstéttarinnar.- Ef litið er á stöðu annarra eldri borgara,sem hafa lífeyrissjóð er staða margra þeirra lítið betri. Þeir,sem hafa 50-100 þúsund kr á mánuði úr lífeyrissjóði eru lítið betur settir en þeir lægst launuðu.Ríkið sér um að skerða það mikið lífeyri þeirra frá TR og að leggja það mikla skatta á þá.Auk þess er það með ólíkindum hvað lífeyrissjóður er lélegur hjá mörgum,sem stritað hafa alla ævi. Ég spurði eldri borgara,sem verið hefur bóndi hvað hann hefði mikið úr lífeyrissjóði. 8800 kr. svaraði hann.Slíkur lífeyrir til viðbótar hungurlús TR skiptir ekki miklu máli.- Það er illa búið að eldri borgurum og öryrkjum á Íslandi,þar sem allir ættu að geta haft það gott.- Undirskriftasöfnun á netinu hefur það markmið að reyna að breyta þessu,knýja fram hærri lífeyri svo aldraðir geti átt áhyggjulaust ævikvöld og öryrkjar þurfi ekki að kvíða morgundeginum.En til þess að það takist þurfa allir,sem vilja styðja betri kjör aldraðra og öryrkja að flykkja sér um undirskriftasöfnunina.Slóð til að komast inn á hana er þessi:listar.island.is/Stydjum/23. Til þess að taka þátt þarf rafræn skilríki eða íslykil.Ef menn hafa hvorugt má sækja um íslykil á þessari slóð: island.is/islykill.Skrifum öll undir!
 
 
Björgvin Guðmundsson
 
 

Bloggfærslur 30. september 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband