Ríkið skuldar öldruðum 85 milljarða vegna svika!

Árið 1995 var skorið á sjálfvirk tengsl milli lífeyris aldraðra og öryrkja annars vegar og vikukaups verkafólks hins vegar.Lífeyrir hafði fram að því hækkað sjálfvirkt þegar vikukaup verkafólks hækkaði en ríkisstjórn Davíðs Odddsonar skar á þessi tengsl.Ríkisstjórnin sagði,að nýja fyrirkomulagið,sem tæki við, yrði hagstæðara eldri borgurum og öryrkjum en það eldra.Samkvæmt nýja fyrirkomulaginu átti lífeyrir að hækka í samræmi við launaþróun (taka mið af launaþróun) en þó aldrei að hækka minna en vísitala neysluverðs.
Árið 2006 var reiknað út hvernig nýja fyrirkomulagið hefði komið út fyrir aldraða.Þá kom í ljós,að vegna breytingarinnar höfðu eldri borgarar fengið 40 milljörðum minna í sinn hlut en þeir mundu hafa fengið í óbreyttu kerfi,þ.e. á liðnum 11 árum.Á þeim 12-13 árum,sem síðan eru liðin hafa eldri borgarar enn skaðast um 45- milljarða.Það eru því stórar upphæðir, sem ríkið skuldar eldri borgurum vegna framangreindrar breytingar og við bætist síðan skuld við öryrkja.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 12. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband