Er kaþólskari en páfinn?

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar var valinn maður ársins af fréttastofu Stöðvar 2,Vísis og Bylgjunnar.Hún er vel að þessum heiðri komin.Sólveig Anna varpaði nokkrum spurningum til  flokksleiðtoganna í Kryddsíldinni.Hún spurði foringjana,m.a. hvort þeir gætu lifaf af lágmarkslaunum verkafólks,rúmlega 300 þúsund á mánuði.Þeir Logi,Bjarni og Sigmundur Davíð svöruðu spurningunni neitandi en Katrín svaraði ekki.Það var skrítið.Það er auðvelt að svara þessari spurningu.Málið er að vísu viðkvæmt fyrir Katrínu,þar eð enginn hefur barist eins hatrammlega gegn hækkun lágmarkslauna eins og hún.Hún hefur tekið harðari afstöðu gegn verkafólki en sjálfur lærifaðir hennar,Bjarni.Hún er því orðin kaþólskari en páfinn.Hinir leiðtogarnir svöruðu ekki spurningunni skýrt.Þeir drápu málinu á dreif!

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 2. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband