Hvers vegna setti VG engin skilyrðii?

Hvers vegna setti VG engin  málefnaleg skilyrði fyrir stjórnarsamstarfi við Sjálfstæðisflokkinn? Það kemur flokknum í koll núna. Hann kemur engum af stefnumálum sínum fram. Sjálfstæðisflokkurinn virðist ráða öllu í stjórninni.- Fyrir. kosningar boðaði VG hækkun lífeyris aldraðra.Sá lífeyrir hefur ekki verið hækkaður um eina krónu að raungildi að frumkvæð stjórnar VG (KJ)-Meira að segja ákvæðið um kjaramál var algerlega eftir höfði íhaldsins,sagt að hækkanir hefðu orðið svo miklar á launum undanfarandi,að samkeppnissjónarmið leyfðu varla meiri hækkanir. Andrés Ingi þingmaður VG sagði,þegar hann sá þetta orðalag,að það hefði verið eins og það hefði verð samið í Viðskiptaráði!Þetta er ástæðan fyrir því að KJ leggst gegn öllum launahækkunum verkafólks í yfirstandandi kjaradeilu.

Þegar Nýsköpunarstjórnin var mynduð 1944 og Alþýðuflokkurinn gekk til samstarfs við Sjálfstæðisflokk og Sósialistaflokk setti flokkurinn það skilyrði fyrir stjórnaraðild,að stofnaðar yrðu almannatryggingar.Það var samþykkt.Og þegar Viðreisnarstjórnin var mynduð 1959 setti Alþýðuflokkurinn það skilyrði fyrir þátttöku,að almannatryggingar yrðu stórefldar með eflingu fjölskyldbóta. Það  var samþykkt.Það þýðir ekki að fara í samstarf við óskylda flokka án  þess að setja skilyrði.Það er ekki nóg  að fara fram á forsætisráðherrann; hégóminn einn dugar ekki. Forsætisráðherrann er nánast aðeins fundarstjóri ríkisstjórnar.Hann ræður  engu nema þeim málum,sem lögð eru til hans. Fjármálaráðherra er valdamesti maður ríkisstjórnarinnar.

Björgvin Guðmundsson


Bloggfærslur 22. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband