Ekki alltaf unnt að tryggja öryggi sjúklinga á Landspítala

 

Rætt var um Landspítalann á Alþingi í vikunni Anna Kolbrún Árnadóttir,þingmaður Miðflokksins hóf umræðuna vegna úttektar Landlæknis á Landsspítalanum og sérstaklega á bráðavaktinni.Guðjón Brjánsson,Samfylkingu tók þátt í umræðunni.Hann sagði m.a.:

Landspítalinn, máttarstólpi okkar í heilbrigðisþjónustunni, er á vörum fólks og í fjölmiðlum oft í viku . Ekki bara vegna þess frábæra starfs sem þar er unnið af hugviti, ekki heldur vegna þeirra úrlausna sem starfsfólk glímir þrotlaust við á hverjum degi í úreltu og þröngu húsnæði, nei, heldur vegna álags og óöryggis og úrræðaleysis sem blasir reglulega við gagnvart sjúklingum sem hafa fengið fulla meðferð og þurfa ekki lengur viðdvöl á þessu hæsta viðbúnaðarstig í heilbrigðiskerfinu. Spítalinn getur ekki tekið refjalaust við bráðveiku fólki til lækninga og gegnt þannig með fullu öryggi hlutverki sínu sem bráðastofnun, háskólasjúkrahús.

Það var einmitt þetta sem forstjóri spítalans tjáði sig um í fjölmiðlum ekki alls fyrir löngu, að ástandið væri á stundum svo tvísýnt að ekki væri hægt að tryggja öryggi sjúklinga. Embætti landlæknis var tilkynnt um málið sem réðist þegar í úttekt vegna þeirra alvarlegu stöðu sem upp var komin, sérstaklega á bráðamóttöku.

 Erfiðleikar í rekstri og starfsemi Landspítalans hljóma ekki sem ný frétt í eyrum landsmanna en birtingarmyndin er kannski önnur nú en oft áður. Það eru ekki fjárhagsleg vandræði sem eru í forgrunni í þetta sinn heldur miklu fremur þrengsli, yfirfullur spítali af sjúklingum sem komast hvergi og síðast en ekki síst tilfinnanlegur skortur á fagfólki til starfa, einkum hjúkrunarfræðingum.

Í öllum þeim þáttum felast miklar áskoranir fyrir framtíðarstarfsemina og stjórnendur gera sér það ljóst. Ljósið í myrkrinu er að vinnuaðstaða mun batna til muna með nýjum spítala á komandi misserum. Hvað varðar útskriftarvandann mun nýtt sjúkrahótel eflaust létta til í meðferðarmálum, eins og hæstv. ráðherra drap á, sömuleiðis opnun nýrra hjúkrunarheimila á höfuðborgarsvæðinu á þessu ári.

Mönnunarvandinn er hins vegar sá þáttur sem er hvað alvarlegastur .

 

Björgvin Guðmundsson

 


Bloggfærslur 25. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband