Atvinnurekendur bjóða verkafólki 1,2% !!

Eftir að atvinnurekendur hafa dregið verkalýðsfélögin á asnaeyrunum í margar vikur með kaffifundum,þar sem rætt hefur verið um daginn og veginn og veðrið og ekki boðið eitt einasta prósent í kauphækkun þrátt fyrir ofurlaunahækkanir yfirstéttarinnar fengu atvinnurekendur loks málið í gær og sögðust geta boðið 1,2-2,1% launahækkun! Mikil náð og miskunn.Þetta er algert grín.Sjálfur er framkvæmdastjóri SA með milljónir á mánuði og allir forstjórar fyrirtækja eru á slíkum launum en þeir bjóða nú verkafólki 3600 kr launahækkun ofan á 300 þús kr brútto á mán.Þetta er minna en hagfræðingur forsætisráðherra taldi unnt að hækka laun um en hann nefndi 4%.Ef þetta er afstaða atvinnurekenda stefnir þráðbeint í verkföll. Verkafólk lætur ekki bjóða sér þetta.
Atvinnurekendur tönnlast á því að ekkert sé til skiptanna. Það er nóg til skiptanna. Það þarf aðeins að gefa upp á nýtt,breyta tekjuskiptingunni í þjóðfélaginu; færa tekjur frá atvinnurekstrinum til verkafólks,með breytingum í skattamálum,tryggingamálum almannatrygginga og með því að láta úgerðina greiða eðlilegt afgjald fyrir afnot sjávarauðlindarinnar,sem þjóðin á en fær ekki eðlilegan arð af. Það eru nógir peningar til í þjóðfélaginu. Það þarf aðeins að skipta þeim rétt.- PS. Laun þingmanna hafa hækkað um 70% og laun ráðherra um 64%.En laun verkafólks eiga að hækka um 1,2-2.1%!! Þetta er brandari.
 
 
Björgvin Guðmundsson

Bloggfærslur 5. janúar 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband