Alþingi samþykkir kynjakvóta í stjórn fyrirtækja

Alþingi samþykkti í dag frumvarp um breytingar á lögum um hlutafélög og lögum um einkahlutafélög.

Samkvæmt frumvarpinu verður fyrirtækjum skylt að gæta að kynjahlutföllum í stjórnum hlutafélaga. Skylt verði að sundurliða upplýsingar um hlutföll kynja í stjórnum hlutafélaga í tilkynningum um stjórnir til hlutafélagaskrár. Í hlutafélögum, þar sem starfa fleiri en 25 starfsmenn að jafnaði á ársgrundvelli verður jafnframt skylt að sundurliða upplýsingar um hlutföll kynjanna meðal starfsmanna og stjórnenda félagsins.

Þá verður skylt að gæta að kynjahlutföllum við ráðningu framkvæmdastjóra og verður fyrirtækjum gert skylt að gefa hlutafélagaskrá upplýsingar í tilkynningum til skrárinnar um hlutföll kynjanna meðal framkvæmdastjóra.

Frumvarpið var samþykkt með atkvæðum 32 þingmanna úr öllum flokkum nema Sjálfstæðisflokki. Ellefu greiddu ekki atkvæði.
(visir.is)

Það er fagnaðarefni að alþingi skuli hafa samþykkt þennan kynjakvóta.En mikilvægast er að taka launajafnréttið föstum tökum. í því efni miðar sorglega lítið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband