Aldraðir og öryrkjar eini þjóðfélagshópurinn,sem sætir launalækkun!

Eini þjóðfélagshópurinn,sem hefur orðið að taka á sig launalækkun í kreppunni, er aldraðir og öryrkjar.Lífeyrir (laun) aldraðra og öryrkja var lækkaður 1.,júlí sl.  en sama daginn voru laun verkafólks,sem hefur 220 þús,. og minna í laun,hækkuð.Það var sem sagt ráðist  á garðinn þar sem hann er lægstur.Það var ráðist á kjör lífeyrisþega en öllum öðrum þjóðfélagsstéttum var hlíft.Og til þess að undirstrika misréttið var ekki látið við það sitja að sleppa launþegum við launalækkun heldur var kaup launþega  hækkað um leið og laun lífeyrisþega voru lækkuð.Þetta er að mínu mati brot á lögum um málefni aldraðra en þar er ákvæði um að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðrar stéttir.Það ákvæði hefur verið brotið.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband