Fimmtudagur, 4. mars 2010
90% kröfuhafa Bakkavarar samþykktu nauðasamninga.Bræður áfram við stjórn
Í mars í fyrra gerðu Ágúst og Lýður samninga við erlenda lánardrottna dótturfélags Bakkavarar. Þeir fólu í sér það skilyrði að þeir yrðu áfram við stjórnvölinn. Ef þeir færu frá yrðu lánasamningarnir gjaldfelldir. Kröfuhafar í móðurfélagið, sem skuldar yfir sextíu milljarða, stóðu því frammi fyrir því að ef félagið yrði gert upp myndu verðmæti þess hverfa í hendur erlendra kröfuhafa. Þeir fengju ekki neitt upp í sínar kröfur. Með þetta tangarhald að vopni var nauðasamningsfrumvarp gert sem felur í sér að innlendar kröfur eru frystar.
Bræðurnir stjórna félaginu áfram. Ef þeir greiða skuldirnar á þeim tíma geta þeir eignast fjórðung í fyrirtækinu að nýju. Talsmenn stærstu kröfuhafa sem fréttastofa RÚV ræddi við segjast því hafa staðið á móti tveimur vondum kostum: Samþykkja frumvarpið og fá mögulega eitthvað af peningum sínum til baka eða hafna þeim og sjá félagið fara í gjaldþrot sem engu hefði skilað.(ruv.is)
Lífeyrissjóðirnir og bankarnir tapa miklum fjármunum á Bakkvör og Exista.Ekki veit ég hvað þingmenn sem gagnrýnt hafa meðferð Arion banka á Samskipum og Högum segja um það.Svo virðist sem mismunandi reglur gildi um fyrirtækin.
Björgvin Guðmundsson
frettir@ruv.is
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.