Föstudagur, 5. mars 2010
Marklaus þjóðaratkvæðagreiðsla
Á morgun verður þjóðaratkvæðagreiðsla um Icesave lögin.Þessi fyrsta þjóðaratkvæðagreiðsla á lýðveldistímanum er algerlega marklaus,þar eð spurt er um lög,sem ríkisstjórnin hefur ítt út af borðinu.Spurt er hvort menn vilji að lögin um Icesave frá desember 2009 taki gildi eða ekki.Gallinn við að spyrja þessarar spurningar er sá,að ríkisstjórnin sjálf hefur hafnað þessum lögum með því að hefja nýjar samningaviðræður við Breta og Hollendinga og hefur hún þegar fengið nýtt tilboð,sem felur í sér hagstæðari samning fyrir Ísland en eldri samningur er,sem greidd verða atkvæði um á morgun. Það hefur því enga þýðingu að fella eldri samning á morgun. Hann er þegar fallinn.Þegar eftir að forseti Íslands synjaði lögunum frá des. 2009 staðfestingar hóf ríkisstjórnin nýjar samningaviðræður. Vonandi geta samningaviðræður við Breta og Hollendinga haldið áfram strax eftir helgi.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.