Heildarlaunakostnaður eykst

Heildarlaunakostnaður á greidda stund jókst um 13% frá fyrri ársfjórðungi í samgöngum og flutningum, 10,8% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 8,5% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 7,3% í iðnaði.

Ef litið er til heildarlaunakostnaðar án óreglulegra greiðslna frá fyrri ársfjórðungi var aukningin 5,7% í samgöngum og flutningum, 5,6% í verslun og ýmissi viðgerðarþjónustu, 4% í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð og 1,8% í iðnaði. Í heildarlaunakostnaði án óreglulegra greiðslna eru greiðslur útilokaðar sem ekki eru gerðar upp á hverju útborgunartímabili eins og desemberuppbót.

Árshækkun heildarlaunakostnaðar á greidda stund frá 4. ársfjórðungi 2008 var á bilinu 5,6% til 7,7%. (visir.is)

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband